Búnaðarrit - 01.01.1908, Side 117
BÚNAÐARRIT.
113
rétta. — Grímúlfur búfr. Ólafsson í Reykjavík sagði mór
nýlega, að ærnar í Möðrudal á Pjöllum hefðu mjólkað
alt að 4 íf! á dag (2 merkur í mál) framan af sumri,
þegar hann var þar norðurfrá árin 1900—1902. Hafa
þá ærnar mjólkað yfir nytkunartímann yfir 200 ÍC að
meðaltali.
Menn vita víðast hvar lítið um nythæð ánna, af því
að mjólkin er ekki .vigtuð eða mæld með reglu. Getur
því verið að ærnar mjólki víða meira en menn ímynda
sér. Og ef menn færu að leggja sig eftir að eignast
góðar mjólkurær — og það þarf engin rýrð að koma í
fjeð fyrir það, frá því sem nú er — þá mundi það tak-
ast að koma sumarnyt ánna yfirleitt upp í 110 eða
meira. Auðvitað gæti þetta ekki orðið alt í einu, þar
sem nú eru lólegar mjólkurær, heldur á nokkrum ár-
um. Eins og mönnum hefir tekist að eyða mjólkurlagni
ánna að stórum mun á 20—25 árum að undanförnu,
eins mundi takast á jafnlöngum tíma eða styttri, að auka
mjólkurlagni þeirra aftur, ef menn reyndu það.
Eftir því sem að framan er sagt var eftir af sumar-
nyt ánna í Ólafsdal, þegar allur kostnaður var frá dreg-
inn, kr. 3,90 og þar frá dregst svo mismunurinn á dilk
og fráfærulambi, sem eftir samanburðinum hér að fram-
an er kr. 1,50. Verður þá hagnaðurinn við að færa frá
til móts við að láta ganga með dilk kr. 2,40 fyrirhverja á,
þó að þær mjólki ekki nema 75 ÍC að meðaltali, og á-
burðurinn só ekki tekinn til greina. Ef ærnar mjólka
meira er hagurinn auðvitað meiri, t. d. ef þær mjólka
110 eins og ærnar Jóns í Tröllatungu, þá verður hag-
urinn kr. 5,50 fyrir hverja á, og ef þær mjólkuðu 200
‘ffi, eins og í Möðrudal, þá yrði hagurinn yfir 13 kr. á
hverja á.
Sumir munu segja að ég setji of hátt verð á sauða-
mjólkina með því að reikna pundið á 9 a. (pottinn á 18
aura). Ég verð því að fara nokkrum orðum um þetta
atriði. Úr sumarnyt ærinnar, 75 pundum, fást hér í
8