Búnaðarrit - 01.01.1908, Side 118
114
B.ÚNAÐARRIT.
Ólafsdal 5 ÍB af góðu smjöri, sem selst á 80 aura. Það
gerir 4 krónur. Úr 68 ® af undanrennu (2 '8? fyrir rýrn-
un) fást hór 30 ÍB af vel síuðu skyri og 38 ÍB af sýru.
Vanalegt söluverð á skyri heflr verið 10 aurar pundið,
og á sýru 3 aurar pundið. En teljum nú 1 pund af
skyri á 9 aura, og 1 pund af sýru á 1 eyri, þá kostar
skyrið og sýran til samans kr. 3,08, og fæst þáfyrir 75
15 af mjólk kr. 7,08, það er 33 aurum hærra en mjólk-
urverðið. Ennfremur kunna menn að segja, ab þar sem
fátt fólk sé í heimili og allgott kúabú, þar hafi menn
ekki not af miklu skyri til fæðis, og sýrunnar hafl menn
lítil not, því sjómenn sækist nú ekki lengur eftir henni.
Ég kannast að vísu við þetta, en það breytir ekki verði
sauðamjólkurinnar i mínum augum. Súrmjólk og sýra
er ágætur fóðurbætir fyrir hross og lömb og fleiri skepn-
ur, engu síður en korn og annar útlendur fóðurbætir,
sem menn eru nú farnir að nota töluvert. Svo má gæta
þess, að fjöldamörg heimili hafa ennþá oflitla kúamjólk
og verða að lifa mjög mikið, ef ekki mestmegnis, á korn-
mat, þar sem ekki er fært frá, og er það hvorki holt né
haganlegt.
Þó að kornmatur og önnur fæða úr jurtaríkinu sé
nauðsynleg með öðru, þá á alls ekki vel við fyrir ís-
lendinga, að ætla sór að lifa mestmegnis á þeirri fæðu.
íslendingar, einkum sveitamenn, þurfa að hafa tiltölulega
meira af fæðu úr dýraríkinu, en þær þjóðir, sem búa við
hlýrra loftslag. Auk þess á það ekki vel við fyrir þjóð,
sem ekki getur aflað neinna korntegunda í landi sínu,
að ætla sér að lifa mestmegnis á þesskonar fæðu.
Undanfarin ár hefir kornvara verið í lágu verði, og þó
er vafamál, hvort sumir hafa ekki keypt ofmikið af
henni. En kornvörur geta hækkað í verði, og nú þegar
vottar all-tilfinnanlega fyrir því, og þá verður því við-
sjálla að ætla sér að lifa mestmegnis á kornmat, og vilja
ekki nota þá fæðu, sem heimilin framleiða, og er í