Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 121
BÚNAÐARRIT.
17
eins og ræktunartilraunirnar, og er óskandi að ekki liði
langt þar til byrjað verður á þeim.
En svo er eitt athugandi. Er ekki unt að búa til
útgengilega osta úr sauðamjólkinni, svo að þeir, sem
ekki vilja nota skyr til fæðis og súrmjólk og sýru til
fóðurs, geti gert sauðamjólkina að verzlunarvöru, og haft
meiri hag af því, en að láta ganga með dilk? Menn
munu segja sem satt er, að talsvert vandhæfi sé með
ostaverkun. En raunar er ekki meiri vandi að búa til
góða osta en gott smjör, og mundu stúlkurnar okkar
iæra það fljótlega. Aðalvandkvæðin við ostagerð er
að hafa heptugan geymslustað fyrir ostana. Til þess
að fá sem bezta geymslu á ostunum, mundi í rauninni
þurfa nokkuð víðtæk samtök. Það mundi ef til vill vera
bezt, að búa út gott ostabúr á einum stað fyrir stórt
svæði, og væru þá ostarnir fluttir þangað smám saman
frá heimilunum eða mjóikurbúunum. Þetta er líka gert
á Frakklandi, þar sem hinir nafnkunnu sauðamjólkur-
ostar (Roquefort-ostar) eru búnir til. En á meðan osta-
gerð væri ekki orðin almenn, mundu menn vel geta búið
út viðunanlegann geymslustað hver hjá sér með litlum
tilkostnaði.
Yér íslendingar eigum mikið af góðu beitilandi, þar
sem enn »drýpur smjör aj hverju síráia, bæði í heirna-
högum og á afréttarlöndum. Mikið af þessu góða hag-
iendi er víða lítið eða ekki notað, sumstaðar jafnvel ver
en ónotað — látið rífast upp af gagnslausum stóðhross-
um. Væri ekki reynandi, að nota eitthvað af þessum
feitu og fögru högum fyrir selstöðuland fyrir ær?
Þaðan mundi mega fá marga tugi þúsunda af krón-
um fyrir smjör og osta, ef bændur vildu hafa samtök
um að koma upp samlagsseljum1. Og mér sýnist að
1) Mylkar ær munu alls vera á landinu um 200 þúsund.
Væri helmingurinn af þeim nytkaðar í góðum högum og ef þær
mjólkuðu líkt og ær Jóns í Tröllatungu, þá yrði sumargagnið
als yfir eina miljón króna.