Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 122
118
BÚNAÐARRIT.
þess konar samtök þyrftu ekki að verða erfiðari, en rjóma-
bússamtökin, sem nú eru víða komin á fót með góðum
árangri.
Það sem einkum mælir með samlagsseljum er þá:
1. Þau mundu spara mikinn vinnukraft. Og aðalgall-
inn á fráfærunum er talinn sá, að verða að missa
smala og mjaltakonu frá heyskapnum.
2. Sumargagn ánna yrði miklu meira en nú er, þeg-
ar þær væru í beztu högum og mættu engum veru-
legum erli.
3. Kvíaœrnar úr selinu yrðu fult svo feitar að hausti
sem dilkœr.
4. Það mœtti gera alla mjólkina úr ánum að verzl-
unarvöru.
Selfararsamtökunum mundi mega haga með ýmsu
móti, eftir staðháttum. Sumstaðar stendur svo á, að
stofna mætti 3 eða fleiri sel, hvert með 300 ám, svo
nálægt hvort öðru, að flytja mætti alla mjólkina í eitt
selið, og vinna þar úr henni smjör og osta í einu lagi.
Á öðrum stöðum er ekki meira landrými en svo, að
eitt sel með 300 ám yrði að vera út af fyrir sig, og
mjólkurverkunin að fara þar fram, og það hygg ég að
ekki sé frágangssök.
Aðalatriðið í þessu máli er það, hvort að bændur
gætu haft meiri hreinan ágóðaaf ánum með þessu móti
en með því að láta þær ganga með dilk. Mér virðast
miklar likur til þess, að svo mundi verða. Eins og ég
drap á, mundi mega haga samtökum þessum ýmislega,
og skal ég ekki fara langt út í það mál. Aðeins skal
ég koma fram með nokkrar athugasemdir um eitt sel,
sem ekki hefði stuðning af öðrum seljum. Ég ráðgeri
þá, að nokkrir bændur komi sér samanj um að stofna
sel fyrir 300 ær í góðum sumarhögum. Ættu bænd-
urnir að vera svo margir, að þeir þyrftu ekki að láta í
selið nema betri mjólkurærnar, og létu þær lökustu
ganga með dilk. Nógu stórt bæli ætti strax að gera