Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 130
126
BÚNAÐARRIT.
sauðarjómi í smjörinu frá Hvítárvallabúinu, búinu í Ðala-
sýslu og Kjósarmannabúinu, og hefir þó töluverður hluti
af smjöri þessara búa selst undir 80 aurum. Verðmun-
urinn hér getur því eigi legið í því, hve mikið eða lítið
er af sauðarjóma í smjörinu, jafnvel þó slíkt, gæti að ein-
hverju leyti haft áhrif á gæði þess.
Sum búin hafa það fyrir reglu, að sýra ekki rjóm-
ann, t. d. flest búin á Norðurlandi. Hinsvegar er rjóm-
inn sýrður á ílestum eða öllum búunum sunnanlands. —
En þegar litið er á skýrsluna, þá virðist þetta atriði ekki
geta gefið neitt ákveðið svar um smjörverðið, eða mis-
mun þess. Eftir skýrslunni að dæma virðist svo, sem
smjörið írá sumum búunum, er ekki sýra rjómann, t. d.
Ljósavatnsbúinu, hafi selst miður vel. Aftur á móti hafa
mörg af þeim búum, er sýra rjómann, seit sitt smjör í
bezta lagi. — Sala smjörsins gefur með öðrum orðum
eigi neina ábyggilega bendingu um það, hvort betra
muni að sýra rjómann tíl smjörgerðar eða sýra hann
ekki, að því er verðið á smjörinu snertir. Hitt vita þeir,
er þekkja til smjörgerðar, að það á ekki saman nema
nafnið, hver sýran er, eða hvernig sýringin tekst. Og
vafalaust á sýring rjómans að þessu leyti mikinn þátt í
gæðum smjöisins og sölu þess, og verður nánar minst
á það siðar.
Áður en farið er lengra út í það, að grenslast eftir
í hverju verðmunurinn á smjörinu liggur, virðist réttast
að athuga sölu smjörsins síðastliðið ár í sambandi við
smjörverðið á heimsmarkaðinum. — En til þess þar að
halda sér við eitthvað ákveðið, vel ég til samanburðar
verðlag smjörmatsnefndarinnar dönsku. Skýrsla sú er
hér fer á eftir sýnir þá, hvernig mest alt smjörið, sem
selst hefir undir 80 aurum pd., hefir í raun og veru selst,
borið saman við verðlag smjörmatsnefndarinnar. — í
fremsta dálki skýrslunnar er tilfærður söludagur smjörs-
ins. Tala kvartilanna eða smjörílátanna er nefnd i öðrum
dálki. í þriðja dálki er verð smjörsins á hvert pund.