Búnaðarrit - 01.01.1908, Side 140
136
BÚNAÐARRIT.
bættu fortiningu kosta 50 aurum meira, hvort sem
þær eru stórar eða litlar, en samskonar fötur með óend-
urbættri fortiningu. Þeir sem hér eftir þurfa að fá sér
föt.ur — og nú þurfa sum búin að fara að endurnýja
gömlu föturnar — ættu að útvega sér þessar fötur með-
endurbættri fortiningu.
Kalkið. Það er jafnan ómissandi á hveiju heim-
ili og alveg sjálfsagt, að nota það við þvott á öllum
mjólkurílátum, hverju nafni sem nefnast. Búin ættu að
sjá heimilunum fyrir nægu kalki og kenna þeim að
nota það. Þvottur á mjólkurílátum án kalks er mesti
kisuþvottur og kák. Kalkið hreinsar vel, eyðir gerlum
og sparar vinnu. Það er því mesta fásinna, að van-
rækja notkun þess við þvott á mjólkuráhöldum.
2. Smjörgerðin á búunum er ábyrgðarmikið og
vandasamt starf. Þegar als er gætt, þá leynir það sér
ekki, að smjörið er misjafnt að gæðum frá einu og
sama búi, og eigi síður frá hinum einstöku búum. En
ástæðan fyrir því, að smjörið frá hinum einstöku búum
er misjafnt, hlýtur að sjálfsögðu meðfram að vera sú,
að bústýrurnar eru misjafnlega vaxnar stöðu sinni, bæði
hafa verið það og eru það vitanlega enn. Ilinsvegar
efast eg ekki um það, að þær reyna flestar að vanda
sig eftir föngum. Um sumar þeirra er það kunnugt og
viðurkent, að þær búa til mjög gott smjör, smjör sem
jafnvel jafnast á við bezta smjör í Danmörku.
Ilingað til hefir verið skortur á bústýrum til að
standa fyrir búunum, og hefir því orðið að tjalda því
sem til var. Nú er eigi hörgull á bústýruefnum í þetla
sinn, og verður vonandi eigi framvegis. Fer þá svo,
sem vænta má, að bústýrurnar, sem reynast vei, halda
búunum; en hjá hinum verður sneitt.
Sá er einn galli á mörgum bústýrunum, að þær
eru of eftirgefanlegar við félagsmenn búanna, eigi nógu
kröfuharðar gagnvart þeim, að því er snertir rjómann
eða gæði hans og flutningaföturnar. Vitanlega mega