Búnaðarrit - 01.01.1908, Side 169
BÚNAÐARRIT.
165
Hæðarmismunurinn á vatninu í ánni, þegar það er mest
og minst, er náiægt 4 metrar, eða tæp 13 fet. Dýpt
aðfærsluskurðarins við upptökin er áætluð tæpir 5 metr-
ar eða nálægt 16 fet, og verður þá botn skurðarins
rúmum metra (3 fetum) undir yflrborði vatnsins eins og
það er að jafnaði, samkvæmt. vatnshæðingar mælingun-
um. Flóðgáttin, eða breidd skurðarins við upptökin, er
áætluð 7 metra eða 22 fet. Er henni skift í tvent að
jöfnu í miðjunni. Innan við flóðgáttina skal gera ís-
brjóta til hlífðar.
Áætlunin yfir skurðinn er á þessa leið:
1. Aðal-aðfærsluskurðirnir..............kr. 75809,00
2. Auka-aðfærsluskurðir — 29930,00
3. Þurkskurðir — 25450,00
4. Þakning á görðum meðfram að-
færsluskurðunum ...... -- 26782,80
5. Flóðgáttin og umbúnaður hennar — 14000,00
6. Útbúnaður við stýflur og undirgöng
til vatnsleiðslu — 3500,00
7. Brýr yfir skurðina — 6000,00
8. Endileg mæling og áætlun, ásamt
umsjón með verkinu — 10000,00
9. Óviss útgjöld — 8528,20
tíamtals kr. 200000,00
Kostnaðurinn við áveituna yfir Skeiðin er mun
meiri tiltölulega, heldur en áveitan yfir Flóann. Kostn-
aðurinn við áveituna yfir Flóann nemur nálægt 20 kr.
á hverja engjadagsláttu, sem vatnið næst yfir, en yfir
Skeiðin nálægt 33 kr. á hverja engjadagsiáttu.
Aðalástæðan til þess, að áveitan yfir Skeiðin er
dýrari, er sú, að landið, sem farið er um með skurðina,
er ójafnara, meira mishæðótt en í Flóanum, og að erfið-
ara er að vinna þar að skurðgreftinum sökum þess,
hve jarðvegurinn er leir- og sandblandinn. Einnig eyk-
ur það kostnaðinn, að hliðar skurðanna þurfa að gerast
þar með meiri fláa en ráðgert er í Flóanum, vegna þess