Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 176
172
BÚNAÐARRIT.
sýslum), hvorfc þeir vissu til, eða hefðu heyrt getið um, að
cheviot-kiridur eða annað útlent fó hafi verið flutt til
Vestfjarða til kynblöndunar, og kvaðst enginn þeirra neitt
til þess vita. Sé því hór um kynblöndun að ræða, hlýt-
ur hún að hafa átt sér stað um eða fyrir miðja 19. öld.
Hr. H. Þ. segir að kollótta féð í Strandasýslu eigi
kyn sitt að rekja til kynstofns Eggerts Jónssonar á
Kleifum í Gilsfirði, er bjó þar frá 1858 fram yfir 1890,
og átti óvenjulega vænt og fallegt fó, og mun það í að-
alatriðunum rétt. Nú vill svo vel til, að ég hefi getað
útvegað mér áreiðanlegar upplýsingar um fé Eggerts á
Kleifum, og benda þær engan veginn á kynblöndun
með cheviot-fé.
Þegar ég var á ferð um Dalasýslu í haust, hitti ég
í Saurbænum gamlan mann, Guðmund Ólafsson að nafni,
glöggan og minnugan vel. Hann fór vinnumaður að
Kleifum 1860, tveim árum eftir að Eggert byijaði þar
búskap sinn, og var fjármaður þar um 30 ár, og er það
álit kunnugra manna, að Kleifaféð eigi houum mest að
þakka orðstír sinn, enda hnignaði því stórum eftir að
hann fór frá Kleifum. Eftir því sem Guðmundur skýrði
mér frá, var féð á Kleifum fremur rýrt, þegar hann kom
þangað, en mjólkurlagið og mun fleira hyrnt en kollótt.
Um það leyti, sem Guðmundur kom að Kleifum, eða
skömmu seinna, fluttist Jón Bjarnason að Ólafsdal. Hann
hafði áður búið 2 ár á Reykhólum, en þar áður á Ey-
hildarholli í Skagafirði. Skömmu eftir að Jón kom að
Ólafsdal, fékk hann tvo hrúta að norðan ættaða úr Bárð-
ardal eða af Jökuldai, báða kollótta, og þótti annar
þeirra sérstakiega fafiegur. Eggert fékk svo tvo hrúta
frá Ólafsdal undan þessum norðan-hrútuin, sitt árið
hvorn, báða kollótta. Annað fé fékk hann ekki að í öll
þau ár, sem Guðmundur var fjármaður á Kleifum. Guð-
mundur notaði svo til undaneldis í nokkur ár Ólafsdals-
hrútana og síðan hrúta undan þeim og fallegustu Kleifa-
ánum. Á þennan hátt og með góðri fóðrun og nákvæmri