Búnaðarrit - 01.01.1908, Síða 205
BÚNAÐARRIT.
201
verjast, og er það búendum mikið mein, enda vildi einn
þeirra ekki ganga í búnaðarfélag, nema það tæki að sér
að flytja Steinafjall, en hann býr undir fjallinu. Svo
miklu þorði eg ekld að lofa fyrir félagið og maðurinn
gekk því ekki í það. Hinn bóndinn, sem ekki vildi
ganga í félagið, vildi draga það, þangað til hann hefði
séð það gera kraftaverk! Sá hugsunarháttur, sem lýsir
sér í þessum undirtektum, mun því miður æði algeng-
ur, en vonandi fer þeim mönnurn óðum fækkandi, sem
kannast við hann sem sinn eiginn.
Heyskapur er í Suðursveit víðast mikill og góður.
Heimalönd rneiri en í Öræfum; en afréttir litlar. Þó
ganga dalir allgrösugir, en ekki viðlendir, upp frá
Steinasandi, en fjöll eru þar öll þvínær gróðurlaus. Jarð-
irnar eru 10—12, en búendur 23. I Borgarhöfn einni
.eru 6 búendur.
Mýramenn tóku dauflega stofnun búnaðarfélags;
kváðu þeir ekkert verkefni þar fyrir búnaðarfélag, og
pað er í rauninni svo, að þar er minna hægt að gera en
víða annarsstaðar, en mikið má ef vel vill. Vatnið ger-
ir meiri usla á Mýrum en annarsstaðar suður þar, og
standa menn uppi varnarlausir og ráðþrota gegn árásum
þess og ofurefli, all víðast. Árnar breyta farvegi sínum
árlega, svo að fáir eru þar fyllilega tryggir fyvir ágangi
þeirra og eyðileggingu á túni og engjum. I vor lagðist
bærinn i Odda í eyði og aðra bæi heflr orðið að flytja
hin síðari árin, vegna vatnagangs.
Á tveirn austustu bæjunum, Vindborði og Vindborðs-
seli, eru ágætar engjar — maðurinn slær 20—30 hesta
á dag —, sem iiggja fyrir skemdum af Hornafjarðar-
fljótum, svo að búast má við, að þær eyðileggist innan
fárra ára, ef ekki er að gert. Leituðu hiutaðeigandi
bændur álits hjá mér um það, hvort takast mundi að
veija engjarnar. Mælingar gat eg engar gert, en eg tel
mjög líklegt að takast mætti að verja engjarnar, ann-
aðhvort með því, að hlaða fyrir Fljótin stuttan en öflug-