Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 208
204
BÚNAÐARRIT.
hefði það reynst og svo myndi það reynast framvegis.
Eg segi ekki þetta Skaftfellingum einum til ámælis, þvi
að það eru fleiri en þeir, sem hafa iitla trú á sáðslétt-
um og annari nýbreytni í búnaðarháttum.
Helzta áhugamál Nesjamanna í búnaði er, að bæta
hrossarækt sína, einkum kynferðið, og hafa þeir í því
skyni í hyggju, að girða fyrir Laxárdal, sem gengur
upp úr miðri sveitinni — og tilheyrir Bjarnaneshjáleig-
um —, og láta stóðið ganga á dalnum. Með hveijum
skilmálum hlutaðeigendur leyfðu afnot dalsins til stóð-
göngu, var enn óráðið, en vonandi verður það ekki mál-
inu til fyrirstöðu, því að þetta er eitt hið fyrsta skilyrði
fyrir þvi, að hægt sé að koma nokkurri reglu á hrossa-
ræktina.
Búnaðarfélagið í Nesjum heldur búfræðing vor og
haust, en á vetrum kennir hann börnum i fundahúsi
hreppsins.
í Lóni sóttu flestir meðlimir búnaðarfélagsins fund.
Pélagið heldur búfræðing vor og haust, og er aðal-starf
hans túnasléttun. Jaröyrkjuverkfæri á félagið engin, en
því var vel tekið, að kaupa hin nauðsynlegustu verkfæii
til næsta vors.
Eitt af því, sem vekur eftirtekt ókunnugra, einkum
í vesturhluta sýslunnar, er húsafjöldinn á túnunum.
í Öræfum etu sumstaðar 30—40 peningshús á túninu,
og er stærð þeirra auðvitað í öfugu hlutfalli við töluna.
Tilsýndar líta þau út eins og haugar hingað og þangað
um túnið.
Til afsökunar höfðu monn það, að hægia væri, að
koma áburðinum á túnið með þessu fyrirkomulagi, og
það er auðvitað satt, einkum þegar okki er til nein
kerra, og ef til vill engar hjólbörur heldur — eins og
sumstaðar á sér stað —, en þetta er þó lítil afsökun,
því eflaust mundi það borga sig, að hafa húsin færri