Búnaðarrit - 01.01.1908, Síða 219
BÚNAÐARRIT.
215
að eg gat ekkert séð þar fyrri en eftir hátíðar. Dagana
fyrir hátíðar notaði eg til þess að ganga á milli, þar
sem verið var að vega kjötið upp úr tunnum, sem
sent hafði verið ýmsum umboðssölUm, eða nokkrir kaup-
menn höfðu flutt út. Það ætti eigi að eiga sér stað, _
að kaupendur þyrftu að tortryggja rétta vog á kjötinu,
því það er áreiðanlegt, að það fer mjög illa með kjötið,
að rífa það upp úr tunnunum, sérstaklega þegar búast
má við, að þeir, sem að verkinu ganga, séu mjög skeyt-
ingarlausir með meðferð þess. Þeir hirða ekki heldur
um að leggja það laglega niður í tunnurnar aftur, held-
ur ryðja því á einhvern hátt sem fljótast í þær. Að
kjötið sé vegið upp úr tunnunum, þegar það kemur
hingað, á sér víst alstaðar stað.
Eg ætlaði einnig að fá að sjá nokkuð af því kjöti,
sem stórkaupmaður Sigurður Jóhannesson hafði, en þá
var ekkert átt við kjötið hjá honum fyrir hátíðar.
Eftir nýjár fór eg að skoða kjötið hjá Samfélaginu,
og skal eg hér í stuttu máli skýra frá því, sem mér
þótti helzt að hinum ýmsu merkjum, sem eg sá þar.
K. S. hafði sent um hálft annað hundrað tunnur,
sem var mjög ábótavant hvað verkun snerti, og sömu-
ieiðis hvernig það var limað sundur. Sérstaklega sá eg
þar eina tunnu, sem var mjög illa verkuð, kjötið var
ákaflega óhreint, og höggið þannig, að hryggurinn var
klofinn frá síðunum og högginn í þrjá parta, bógarnir
skornir frá og kjötið að öllu leyti illa með farið.
Samt sá eg þaðan kjöt, sem var sæmilega verkað
og höggið, og bendir það á, að það hafi ekki ætíð verið
sömu mennirnir við söltunina, sem þó ætti að veragott
eftirlit með. Það er ótrúlegt, að sömu mennirnir, sem
gátu höggið kjötið vel, gætu fengið sig til að að kurla
sumt niður á einhvern hátt, því þó skrokkarnir hafi ef
til vill verið hálfóhreinir, þá bætti það ekki um, að
höggva það illa. Ekki var heldur rétt vegið í tunnurnar.