Búnaðarrit - 01.01.1908, Síða 220
216 BÚNAÐARRIT.
í þeim var ekki meira en 215 pd. fyvir 224, sem á
að vera.
Frá V. H. sá eg kjöt, sem var mjög illa verkað og
illa limað í sundur. Slögin altoí stór, því með þeim
^fyigdi öll síðan og með sumum nokkuð af bógnum.
Með því að láta slagið og síðuna vera eitt stykki, rúm-
ast það ekki í tunnu á annan hátt’ en ieggja það sam-
an, og er þá ætíð hætt við, að það vilji skemmast, nema
því betur sé gætt að því, að nægilegt salt komi á milli.
Kjötið var of lítið saltað og auðséð að það mundi skemm-
ast, ef það ætti að geymast.
Frá K. Þ. sá eg þrjú merki: V., D. og L. Kjötið
var vel verkað, en leit nokkuð undarlega út, því að á
öllu kjötinu var hvít, snörp leðja, sem var svo föst, að
varla var hægt að skola hana af. Af hverju þetta kem-
ur, veit eg ekki, en auðvitað er það úr saltinu, og væri
því réttast, að brúka ekki sama salt næsta haust. Það
er bezt að brúka gróft salt á kjötið, þegar það er lagt í
tunnurnar. Það sama var einnig á kjötinu frá S. B. Ö.,
en þó ekki eins mikið. Ekki var aðgreining á dilkakjöti
og fullorðnu góð, því að í dilkatunnum var ekki iítið af
slögum, sem voru af vænum kindum fullorðnum. Öll
lærin voru í síldartunnum eða strokkum, eins og þær
eru nefndar hér, og litu þau ilia út, því vont hefir verið
að koma þeim fyrir í svona þröngum tunnum, svo að
skorið hefir verið framan af iærinu, til þess að hægt
væri að pressa þau saman, og á þann hátt fengið rúm
fyrir þau í tunnunum; enda litu þau mjög illa út. Þau
eiga að vera bein, og aðeins söguð um hækilinn.
Frá K. E. var kjötið hreinlegt, en ekki alt vellim-
að í sundur, hryggurinn misjafnlega sagaður og slögin
iila skorin frá lærunum. Þaðan voru einnig lærin í síld-
artunnum, og ekki meira en 200 pd. í þeim.
Frá S. B. Ö. var kjötið nokkuð misjafnt; aðgrein-
ing á dilkakjöti og íullorðnu var vond. Það sem þó
sérstaklega var að kjötinu, var, að það var alt of lítið