Búnaðarrit - 01.01.1908, Side 221
BÚNAÐARRIT.
217
saltað, enda hafði það íylgt með, að það væri léttsaltað,
og var það víst ekki ósatt, því þrem vikum eftir að hafa
séð kjötið hér, sá eg það í Odense hjá deild Samfélags-
ins þar, og var það þá farið að skemmast töluvert og
ekki laust við ýldu, en það ættu menn sérstaklega að
varast, að spara saltið um of, því Danir fást ekki svo
mikið um, þó þeir borði nokkuð saltað. Aftur á móti
vilja þeir eigi.borða úldið kjöt eða morkið. Pækillinn
var aðeins 12° og 15°, í staðinn fyrir að hann ætti ekki
að vera undir 20 stigum.
Þegar eg hafði séð það kjöt, sem var hjá Samfélag-
inu, fór eg til Esbjerg og sá þar nokkuð af kjöti, þar á
meðal frá Sláturfélagi Suðurlands í Reykjavík hjá slát-
urhússtjóra A. C. Larsen, og var það fremur fallegt, en
of lítið saltað ; það var ekki frítt við að slepja, sérstak-
lega slögin, því þau voru mörg lögð saman og þá ekki
verið látið nægilegt salt á milli. Þar sá eg kjöt. merkt
A. K. Húsavík (merkið mjög óglögt), sem var afar-iila
verkað, og höggið í smábita; enda var það kjöt ekki i
mjög háu verði.
Þar sá eg einnig kjöttunnur, sem ekki var hægt
að sjá neitt merki á, og var mest alt kjötið í þeim
mjög ijótt.
í Odense sá eg nokkuð af kjöti hjá ýmsum kjöt-
sölum, og var það flest mjög illa verkað og höggið á
allan mögulegan hátt.
Eg fékk mjög fá merki að sjá, því sagt var að lokin
væru vanalega eyðilögð, þegar tunnan væri slegin upp.
Eg sá þar í einni búð tunnu frá sláturhúsinu í Reykja-
vík, sem eg er viss um að búið var að selja alt kjötið
úr og setja annað kjöt í hana. Það var alls ekki vel
verkað, en með þeirri tunnu var lokið, svo fólk gæti séð,
hvaðan kjötið væri, sem það keypti.
Eftir að hafa séð mest af því kjöti, sem var um
það leyti í Odense, og skoðað sameignarsláturhúsið þar,
fór eg til Hafnar, og skoðaði þá kjötið frá Pöntunarfélagi