Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 229
BÚNAÐARRIT.
225
þeir verji gróðaveg sinu. Annað gera þeir eigi. Þeir
þurfa að gera það, rétt eins og bændur þurfa að verja
tún sín fyrir sláttinn, ef þau eru eigi umgirt. Stund-
um getur verið gott að nota umboðssala, en stundum
eru þeir alveg óþarfir, og að því er kjötsöiuna snertir í
haust, hefir það gert bændum stórtjón, að þeir hafa látið
marga selja það. Það er því aðallega að kenna, að ís-
lenzkt kjöt er nú fallið niður í 48 kr. tunnan. Sam-
félagið heldur því þó enn i 56 kr.
Eg skal minnast hér á eitt dæmi, sem sýnir skoð-
un kaupmanna á þessu og að sumir þeirra dæma hlut-
drægnislaust um þetta mál. I fyrra vor, rétt áður en
Tómas slátrari Tómasson fór til íslands, bauð einn stór-
kaupmaður, sem verzlun rekur á Yesturlandi, honum að
taka að sér kjötsölu frá hinu væntanlega sláturhúsi
Suðurlands, en hann sagði um leið: Þér skuluð eigi
senda mér neitt kjöt til sölu, ef þér getið eigi sent mér
um 3000 tunnur. Þér skuluð eigi senda mörgum kaup-
mönnum kjöt frá íslandi til sölu, því að þeir munu þá
undirbjóða hver annan, og þá getið þér eigi fengið gott
verð fyrir kjötið. Bezt er að kjötsalan sé aðeins í fárra
manna höndum.
Nú er það komið í ijós, sem stórkaupmaður þessi
sagði. —
Annars eru flestir kaupmenn ekki á móti því, að
bændur reisi sameignarsláturhús. Fyrir þá flesta er það
alveg eins gott, að bændur komi með peninga að kaupa
fyrir. Það eru aðallega einungis nokkrir umboðskaup-
menn á móti því og sumir þeirra, sem kaupa fé sjálfir.
En svona verða íslendingar að fara að, á meðan
þeir eru að koma iagi á kjötsöluna. Þó er þetta eigi
það takmark, sem þeir eiga að stefna að. Þeir eiga að
taka alla kjötsöluna i sjálfs sín hendur, eins og síðar
skal sagt verða.