Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 233
BÚNAÐARRIT.
229
ingar þeinar, sagði hann, seni Búnaðarfélagið hefði sent
út til allra kaupfélagsstjóra og í alla kaupstaði1, og allir
farið að búa til léttsaltað saltkjöt, hvort sem þeir hefðu
kunnað það eða eigi. Fyrir þvi væri nú mikið af því
alveg eins óvandað og ilt, eins og hið illræmda gamla
íslenzka saltkjöt. Það væri því þegar komið mikið óorð
á það. Og hættan við það væri enn meiri en við sterk-
saltað kjöt, af því að hið léttsaltaða kjöt getur eigi
geymst lengi.
Eg hafði gert mér von um það, að aðrir mundu
eigi senda utan léttsaltað kjöt, en þeir sem hefðu meiri
eða minni aðstoð slátrara til þess að verka það, þvi að
hin mesta nauðsyn er á, að senda aðeins vandaða vöru
og góða, þá er verið er að vinna markað fyrir hana
sem nýja vöru.
Einnig tjáir eigi að senda of mikið af léttsöltuðu
kjöti á markaðinn þegar í byrjun. Það á aðeins að salta
það kjöt lítið, sem vísir kaupendur eru að á haustin, en
hitt á að salta vel, sem selt er síðar og fyrst er farið
að eta eftir nýjár (sbr. Búnaðarritið 1906, bls. 124).
Enn þá liggja óseldar nærri 1400 tunnur af létt-
söltuðu kjöti frá kaupfélögunum og fleirum, sem um-
boðsmenn þessir höfðu2.
Enn vantar íslendinga alla fyrirhyggju og ráðdeild,
samvinnu og stjórn í þessu mikilvæga málefni.
VI.
í haust, hefir verið flutt miklu meira kjöt frá íslandi
en áður hefir tíðkast, en þeim mun minna selt af sauðfé
1) í Búnaðarritinu 1906 bls. 126 er þess getið, að þess
konar leiðbeining hafi verið send sumarið 1904 öllum kaup-
félagsstjórum og kaupmönnum, er vildu senda út tilrauna-
kjöt. Höf.
2) Síðan þetta er ritað hefir umboðsmaður kaupfélaganna
selt Sigurði Jóhannessyni alt þetta kjöt á 48 kr. tunnuna. Hann
hafði að sögn aðeins fengið 35 kr. boð í tunnuna. H ö f.