Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 234
230
BÚNAÐARRIT.
á fæti til Englands. Eftir því sem Steingrímur sýslu-
maður Jónsson heflr skýrt mór frá, hefir einungis einn
skipsfarmur af sauðfé verið fluttur frá Norðurlandi í
haust. Það voru 2500 fjár úr Þingeyjarsýslu;
seldist sauðfé þetta á 19 kr. 14 aura til 21 kr. 46 a.
eftir vænleik. Er það miklu hærra verð en áður, og
má þakka það því, að farið er að bæta verkun á kjöti
og að það heflr þvi hækkað í verði.
Frá Norðurlandi hefir verið flutt eitthvað u m
10000 tunnur. Þó veit eg það eigi nákvæmlega,
því að eg veit eigi, hve mikið hefir verið flutt úr Eyja-
firði. En það er augljóst, að íslendingar eiga svo mikið
sauðfé, að þeir geta flutt út um 20 þúsund tunnur af
kjöti árlega. Það er því auðsætt, að það hefir mikla
þýðingu fyrir bændur og landsmenn yfirleitt, hvort þeir
fá 40—50 kr. fyrir tunnuna, eins og tíðkast hefir fram
til siðustu ára, eða 65—70 kr., eins og fengist hefir í
vetur fyrir vandað kjöt. Aðeins 1 kr. verðhækkun á
hverri tunnu er 20000 kr., og 20 kr. verðhækkun,
eins og nú er orðið, er 400000 kr. á hverju ári. Við
þetta má bæta um 40000 kr. árlega fyrir garnir, er
menn hafa 1 æ r t að verka þær vel og gera þær að góðri
verzlunarvöru. Nú fá menn ekkert fyrir þær. Svo er
bæði mör, skinn og ull, sem má vanda betur verkun á
en gert er og fá meira fyrir.
Enn fremur verður að gæta þess, að kjötið getur
komist í hærra verð en í haust. Eins og sýnt hefir
verið hér að framan, eru öll líkindi til, að koma megi
kjöttunnunni af bezta kjöti upp i 80 kr.
Þá er sauðfó stígur í verði, mun sauðfjárræktin
aukast. Það eru líkindi til þess, að Islendingar geti
aukið hana svo á skömmum tíma, að þeir geti flutt út
30000 tunnur eða jafnvei 40000 tunnur af kjöti, eða
sem því svarar, á hverju ári.
Hér er því að ræða um árlegan tekjuauka
fyrir bændur, er nemur jafnmiklu á hverju