Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 242
238
BÚNAÐARRIT.
íslandi, þrátt fyrir það þótt sum kaupfólögin hafi uuuið
hvað mest á móti henni, með því að selja vörur sínar
fyrir peninga og kaupa aftur vörur fyrir peninga. Af-
leiðingin af þessu hefir verið sú, að bændur hafa sjaldan
fengið peninga fyrir vörur sínar. Það hefir staðið þeim
mjög fyrir þrifum, dregið úr dug þeirra og kappi og öll-
um verklegum framkvæmdum. Það hefir einnig verið
þeim skaði, þá er þeir hafa keypt til heimila sinna.
Landsmenn hafahugsað oflítið um og
gert langt of lítið til þess, að framleiða
góðarvörurogkomaþeim í gott verð. En
það er þó hið fyrsta og nauðsynlegasta, ef þeir vilja
verða efnaðir menn og koma verzluninni í rétt horf. Ef
þeim tekst það, að framleiða góðar og vandaðar vörur
og seija þær vel, þá verður auðvelt að lagfæra hitt á
eftir. Ef bændum tekst það, að framleiða einhverja
góða og vandaða vöru, þá fær hún orð á sig og selst
áreiðanlega vel, þá er um nauðsynjavöru er að ræða,
svo sem kjöt, er allir vilja horða. En komi það fyrir,
að einhverjir bændur sendi óvandað kjöt frá sér, þá sjá
kaupendurnir, að eigi má treysta því, að kjöt frá
Islandi sé ávalt gott eða vandað. Það er e i g i á r e i ð-
anlegt. Kjötið fær þá óorð á sig og feliur í verði.
Þess vegna er það svo nauðsynlegt fyrir alla þá
menn, sem sauðfé eiga á íslandi, að ganga í félag og
stofna sameignarsláturhús og láta slátra þar sauðfé sínu
af mönnum, sem lærf hafa slátraraiðn og kunna að
verka kjötið vel. Py r en þei r ger a þ e 11a verður
kjötvaran aldrei góð.
Eins og eg hefi oft sagt áður, er þetta mjög hægt
fyrir bændur. Þeir leggja 10 til 100 kr. í slátur-
hús, hver eftir efnum og áhuga, til þess að reisa það.
Þeir fá rentu af þessu fé. Það er eigi dýrt að reisa
sauðfjársláturhús, og verð það, sem þeir fá fyrir
garnirnar úr sláturfénu, borgar það á fáum árum.
Að öðru leyti fær sláturhúsið starfsfé á haustin