Búnaðarrit - 01.01.1908, Side 256
252
BÚNAÐARRÍT.
Alls hafa þannig verið bólusettar 20,153 kindur og
hafa þar af drepist af bólusetningunni 643 kindur eða
3,19°/o. Af bólusetta fénu dóu síðar úr pest 149 kind-
ur eða 0,76°/o. Óbólusett. fó á sömu bæjum var 12,367,
og af því dó úr bráðapest 515 kindur eða 4,16°/o.
Af fyrstu töfiunni sést, að af „bláu efni“ hefi eg
sent, út alls í 21,900 fjár í 16 sýslum, en eftir skýrsl-
unum að dærna hefir aðeins verið notað af því sem
svarar 2/s hlutum og ekki það, þegar tekið er tillit þess,
að margir hafa blandað það talsvert meira en til var ætlast.
— Þetta bláa efni (1907) virðist hafa verið r.okkurn veg-
inn hæfilega sterkt víðast hvar á landinu; þó lítur út
fyrir, að það muni of sterkt fyrir fé í Múlasýslum, því
að þar hefir þótt hæíilegt að blanda úr 50 kinda glasi í
alt að 105 fjár. Af bólusetningunni hefir drepist sem
næst 1 af hverju þúsundi og er ekkert um það aðfást;
verra er, að nokkuð af bólusettu kindunum hefir farið
síðar úr pest, þó er það lítið (0,77°/o) í samanburði við
það, sem drepist hefir af óbólusettu fé (3,38%) og má
það því heita allgóður árangur.
Af annari töflunni má meðal annars sjá, að sendir
hafa verið út „rauðir þræðir" í 13,800 fjár, en af þeim
hefir aðeins Vs hluti verið notaður, og kemur það til af
þvi, að þeir reyndust alt of sterkir eða hættulegir og
hafa því flestir hætt við að nota þá, endá gat eg (í sím-
anum og á annan hátt) aðvarað flesta þá í tíma, sem
eg hafði sent þræði. Auðvitað mun mega nota þráð
þenna, þó altaf með nokkurri hættu, sé hann rakinn
sundur, þræddur neðarlega í iæri og haftið haft örmjótt.
Þær kindur, sem þola bólusetninguna, virðast nokkurn
veginn öruggar fyrir bráðapest.
Þriðja taflan sýnir árangur af bólusetningu með
eldra efni, og er hann líkur þvi, sem áður hefir verið.
Af því að bláa efnið frá 1907 virðist vera hæfilega
sterkt og að flestra dómi, sem reynt hafa, gott í alla
staði, hefi eg lagt drög fyrir, að samskonar efni verði