Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 260
256
BÚNAÐARRIT.
nefnt eterextrakt er hér nefnt feiti, og er það réttnefni,
því í korntegundum og flestum öðrum fóðurbætum
leysir eterinn aðeins feiti, en ekki ýms önnur efni, eins
og á sér stað í heyi.
Það sem nefnt er „önnur efni“ er í korntegundun-
um því nær eingöngu sterkja (stívelsi). í hvalmjölinu
þar á móti er mikið af þeim amidefni og önnur hold-
gjafaborin eíni, sem ekki eru eggjahvítuefni. I hval-
mjölinu væri réttast að nefna eggjahvítuefnin trefjuefni,
en þar eð samsetning og næringargildi þeirra efna er
nálega hið sama, hefir ekki mikla þýðingu hvort nafnið
er notað.
Framan nefudar korntegundir voru allar óblandaðar
og að samsetningu líkt og alment gerist. Munurinn á
þeim getur verið talsverður, þótt þær séu ósviknar.
Á rannsóknarstofunni hafa verið rannsökuð 68 sýn-
ishorn af nýmjólk. Alt úr Reykjavík og nágrenni.
Fitumagnið hefir verið:
Frá 2,0% til 2,5% úr 8 sýnishornum.
— 2,5% — 3,0% — 20---------------
— 3,0% — 3,5% — 24---------------
— 3,5% — 4,0% — 10---------------
— 4,0% — 4,5% — 5
4,75°/o — 1----------
Flest mjólkin hefir verið miður hrein en skyldi.
2 sýnishorn voru áreiðanlega blönduð vatni, og í 4 var
talsverður grunur um það.
Úr allri mjólkinni með 2,0 —2,5% fitu og meiri
hlutanum af mjólkinni með 2,5—3,0% af fitu hefir
verið tekinn rjómi.
Rannsóknarstofan 7. júlí 1908.
Asgeir Torfason.