Búnaðarrit - 01.01.1908, Qupperneq 295
BÚNAÐARRIT.
291
sá, er ekki skýlir líkamanum, og tildrið, sem hann er
skreyttur með, er munaðarvara.J,
Benjamin Franklín sagði: „Hugsa ekki að silki og
skarlat, flauel og atlask séu nauðsynjavörur".
Gullið er verðmætt og nytsamt til að létta viðskifti
manna og til ýmsra hluta, er ekki mega eyðast eða
spillast af áhrifum lofts og raka. En enginn skyldi ætla,
að það sé nauðsynjavara til að skreyta með líkama
sinn, föt eða áhöld.
Fæði, sem er sett saman úr öllum þeim efnum,
í hæfilegum hlutföllum, er líkaminn þarf til viðhalds
og endurnýjunar, er öllum mönnum sönn nauðsynja-
vara. En fæðið getur líka orðið munaðarvara, þegar
borin eru í það efni, margfalt dýrari en notagildinu nem-
ur, og þegar mikið meira er brúkað af einhverju nær-
ingarefni, en þörfin krefur. I þessu efni verða menn að
þekkja þarfir líkamans og efnasambönd fæðutegundanna.
Og það er sönn sparsemi, að höndla með fæðuteg-
undirnar á þann hátt, er bezt gegnir, að kaupa að eins
hæfilega mikið af þeim efnum, sem vantar, til þess að
geta gert fæðið holt og haganlegt, og með svo góðu
verði, sem fengist getur. Eg meina þó ekki það, að
kaupa ætíð þá vöru, sem fengist getur fyrir fæsta aura
eða krónur. Slík vörukaup eru oftar dýrustu og verstu
kaupin, en hin beztu. Gæði matvörunnar, notadrýgindi
og innihald hennar af meltanlegum næringarefnum, það
er hið s a n n a g i 1 d i vörunnar, sem verðið á að miðast
við og reiknast eftir. Það er sönn sparsemi, að geta
búið til góðan, hollan og nærandi mat af litlum efn-
um, og að brúka efnin svo hóflega og haganlega, að
engan bresti til brýnna þarfa, og aldrei verði tilfinnan-
legur skortur á búi. Hitt er e k k i s p a r s e m i, heldur
eitthvað verra, að brúka sífelt svo 1 í t i ð fæði, að það
nægi ekki tii þarfa líkamans. Eða höndla svo iila með
matinn, að menn liafi ekki lyst á honum fyrir sóðaskap
eða illri tilhögun eða tilbúningi.
19'