Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 300
296
BÚNAÐARRIT.
sín, að þau verði fyrir þá sök illa af hendi leyst, þegar
þetta er gert í þeim tilgangi aðeins, að koma verkinu
frá, svo hægt sé að hvíla sig á eftir eða verja tímanum
ef til vill ver en til einskis. Er þetta ekki svo mjög fá-
gætt, einkum við þau störf, er öðrum fremur útheimta
þolinmæði, nákvæmni, hirðusemi og hreinlæti. — „Sá,
sem er óvandvirkur, ónákvæmur og gerir alt af handa-
hófi, þarf sjaldan að hrósa sér af mikilli ráðvendni". —
Iðjulausar stundir líða seint og leiðinlega, og afleiðing
þeirra verður skortur og armæða.
Leti er það einnig, að vera seinn til verka, og fáir
þeirra, sem það eru, munu gæta þess, hve miklu vinnu-
tapi smátafirnar nema.
Ekki þykir mikið, að koma 5 mínútum of seint að
verkinu. Einar 5 mínútur. Eins og þær geri mikið til eða
frá? Nei, að vísu ekki. En sá, sem heflr það fyrir reglu,
að koma síðastur að verki bæði frá máltíðum og á
morgnana, mun varla sleppa fram af sér minna en svar-
ar 5 mín. fjórum sinnum á dag. Og það gerir þó 1200
mín. — 20 kl.st. eða nál. tveggja daga verkfall í 10
vikur — um sláttinn t. d.
Ef til vill á það iíka skylt við leti að einhverju
leyti, hve mikið af fólki á beztu erfiðisárunum sækir í
sjávarþorpin og situr þar iðjulítið mánuðum saman.
Margir fara að vísu til þess að hlusta á kennara
eða kenslukonur. En sjaldan munu kenslukonurnar heita
iðjusemi eða sparsemi.
Undarlegt er það, að þjóðin skuli kvarta um mann-
fæð, verkafólksskort og fátækt, en hafa þó efni á því, að
láta alt að helmingi verkafólksins duglegasta sitja at-
vinnulaust þriðjunginn .af árinu og æðimikið lengur
sumt af því.
2. Óregla.
Óreglan kemur fram með mörgu móti. Þó
maður kalli það ekki óreglu, sem fremur heyrir undir