Búnaðarrit - 01.01.1908, Side 302
298
BÚNAÐARRIT.
gjöldin mega stíga hæst, og á hvern hátt þeim verður
bezt varið til brýnustu þarfa.
Ef hver maður fylgdi þessari reglu, héldi svo rétt-
an og greinilegan reikning yfir tekjur sínar og gjöld,
sem honum v'æri kleift, og skrifaði hjá sér hvern eyri,
sem eyðslusemin og óreglan dregur úr buddunni, þá yrðu
færri þurfamennirnir. Færri, en nú er algengt orðið
— og sýnist „hæst móðins“ —, sem söfnuðu skuldum
á skuldir ofan, og borga eldri lánin aðeins með nýjum
og stærri lántökum. Þessír menn eta og drekka frelsi
sitt, eða selja frelsið — bezta kjörgrip ættar sinnar —
fyrir svikula metorðagirni eða augnabliks-ánægju, unz
þeir, áður en varir, eru orðnir ánauðugir þrælar skuld-
heimtumanna sinna. Sumir þessara manna gera líka annað
verra. Þeir íiækja skuldaneti sínu utan um saklausa
menn og greíðvikna, svo þeir verða að kaupa sig lausa
aftur, með aleigu sinni.
Ábyrgðirnar takmarkalausar, fyrir allskonar
fjárglæframenn og óregluseggi, ernýmóðins óregla
og hættulegri en nokkur önnur óregla nú
á dögum.
Oreglan veldur einatt tímatöfum og leiðindum,
argi og ósamlyndi. Einatt fylgja því illyrði og uppi-
stand, þegar menn fleygja því, sem þeir fara með,
hvar sem stendur, eða hrifsa hver frá öðrum það er
þeir hafa handa milli. Kæra sig ekkert hversu um það
fer, eða hvað af því verður. Slíkir menn baka sór af
sjálfsdáðum og að maklegleikum óvild og tortrygni þeirra,
sem kynnast þeim. Flestir kannast víst við leiðindin,
sem fylgja leitinni, þegar hluturinn finst hvergi og mikið
liggur á að brúka hann.
Árni þarf að gera lítilsháttar við vefstólinn, sem
hann er að vefa í, en getur það ekki naglbítslaust. Hann
leitar því að naglbítnum hvar sem hugsanlegt er að
hann geti varið, en finnur samt ekki. Fer hann þá að
spyrja alla sem hann sér, hvort þeir hafi ekki séð nagl-