Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 303
BÚNAÐaRRIT.
299
bítinn. Enginn veit neitt, þar til hann hittir Bjössa
uppi á baðstofulofti, er segir að Gvendur muni vita af
naglbítnum, því hann hafi í gær verið með hann úti í
skemmu. Árni fer svo búinn, leitar fyrst í skemmunni,
en finnur ekki. Loks finnur hann Gvend upp i heygarði,
sem þá minnir að hann hafi fleygt naglbítnum upp á
fjalirnar í skemmunni. Árni fer þangað aftur, en öll
leit er árangurslaus. Þá mætir hann Jóni, sem segist
hafa brúkað naglbítinn í morgun til að draga undan
folanum sínum niður við hesthús. Hafi ha.nn fleygt
honum þar einhversstaðar, en líklega gleymt að halda
á honum heim aftur. Eftir langa mæðu og mikla fyrir-
höfn finst naglbíturinn loks á hesthúsveggnum. Hver
maður getur lesið í lófa sór, hvort Árni hefði ekki verið
búiun að gera við vefstaðinn og vefa nokkra fyrirdrætti,
þegar leitinni var lokið, hefði naglbíturinn verið látinn í
slíður sitt hjá öðrum smíðatólum, og hvergi fleygt
annarsstaðar. Eða hvort leitin hefir ekki kostað nokkur
blótsyrði. Kæruleysi, flas og óhirða eru förunautar ó-
reglunnar. En „flas og slys eru förunautar“.
Hafið þið heyrt söguna af honum Pétri á Bakka?
Hann var fátækur barnamaður og bjó á Bakka með
konu sinni. Einu sinni — sem oftar — ætlaði Pétur að
ríða til kirkjunnar. Elzti drengurinn hans iagði á hest-
inn. Sagði hann pabba sínurn að hnakkgjörðin væri
rétt slitin og nauðsynlegt væri að gera við hana, því
fremur þegar hesturinn væri fjörugur og pratalegur. En
Pétur kvað gjövðina hafa verið svona lengi. Yæri hún
búin að þola lengri ferðir en til kirkjunnar, og mætti
hún því drasla eins og vant væri. Pétur reið svo
á stað, með fleira fólki. Var hann oftast fyrstur, því
hesturinn var ungur og viljugur. En er hann kom á
hraunið á ieiðinni, þutu kindur undan kletti, úétt fyrir
framan hann. Hestinum brá svo við, að hann hrökk
upp úr götunni. Slitnaði þá gjörðin, en Pétur datt — með
hnakknum — af baki. Hann ienti með höfuðið á steini