Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 306
302
BÚNAÐARRIT.
fyrir tóbak og brennivín. Skiljanlegt er, að þeir sem
við fénu taka séu ánægðari yflr því í ellinni, hversu þeir
hafa ávaxtað sitt pund, heldur en hinir, sem á þeim ár-
um sjá ekki annað eftir af sínu fjárhagslega pundi, en
horfnar munaðarstundir, og ef til vill illar endurminn-
ingar. — „Lítið, sem eytt er til ónýtis, gæti oft verið
grundvöllur veimegunar".
Það er athugavert, að eyðslusemin getur verið t v í-
gildur skaðræðisgripur, t. a. m. þegar menn eyða tím-
anum til að sækja munaðarvöru handa sér, útbúa hana
eða neyta hennar. Sá, sem drekkur sig fullan, eyðir
ekki að eins peningum þeim, sem hann lét fyrir vinið,
heldur líka þeim peningum, er hann gat unnið sér inn
rneðan hann offraði Bakkusi kröftum sínum. Meira að
segja, eyðslan verður oft þreföld, þegar drykkjumaður-
inn tínir verðmætum munum, eða skemmir eitthvað fyrir
sjálfum sér eða öðrum. Já, eyðsian getur orðið marg-
föld, ef drykkjumaðurinn hagar sér þannig, að hann
verði fyrir peninga-útlátum að auki. Sömuleiðis ef hann
á að segja fyrir verkum, eða heflr verið trúað fyrir vanda-
sömu starfl, getur margvíslegt tjón hlotist af fylliríinu.
Að eg ekKi nefni skömmina, leiðindin og fyrirlitninguna,
sem neytandanum hlotnast, fyrir þessa margföldu eyðslu-
semi.
Næst fjárglæfra-fyrirtækjum og ábyrgðum fyrir ó-
reiðumenn, er vínautnin fljótfarnasta leiðin til að gera
sig öreiga og ánauðugan þræl skuldheimtumanna sinna.
Alt kemur fyrir eitt, hvort menn eru ríkir eða fá-
tækir, hvort tekjurnar eru miklar eða litlar. Ef eyðslu-
semin og óreglan er í þjónustu þeirra, geta þær varpað
frá þeirn stór fé á svipstundu — jafnvel miljónum króna.
Lukkuspil fjárhagsins, auðsældarinnar eða efnalegrar
sjálfstæði veltur á því eina tromfi, að eyða minna en
aflað er. Alveg jafnt, hvort mikils er allað eða lítils,
hvort aflað er af landi eða sjó, af eign eða atvinnu, af
eigin kröftum eða á annan hátt; með 'háum launum fyrir