Búnaðarrit - 01.01.1908, Síða 315
BÚNAÐARRIT.
311
um — t. d. lit, háralagi og sköpulagi — megi dæma
eiginleika einstaklinga. Nefnt fé hefir fína ull, og er
það eðlilegt, því bæði hafa menu gert sér far um, að
eiga slíkt fé, og svo eru skilyrðin góð til þess að halda
því við, svo sem: þurviðri, þurt land og fíngerður gróður.
Féð er lágvaxið, brjóstkassinn er stuttur, en útsláttar-
mikill; bógarnir eru lauslega tengdir við síðurnar, svo
smeygjamáoftnokkru af hendinni niður milli herðablaðanna
og síðanna, og svo ná þeir sjaldnast upp á móts við
herðakamb; hryggurinn er oftast 1—3 þml. lengri en
hvort um sig malir og brjóstkassi, hann er í meðallagi
breiður, en mjög slakur og bognar mest niður um miðju
eða litið eitt framar; malirnar eru breiðar og oft beinar
(ekki brattar) og 1—3 þml. styttri en hryggurinn; kvið-
urinn er síður, næstum dragsíður, þegar féð er sem mör-
mest og feitast; afturfætur eru oft loðnir, allir fætur
sæmilega gildir, en stundum snúnir um kjúkur. Mjög
líkt sköpulag og hér heflr verið lýst hefir það fé í S.-
Þingeyjarsýslu, sem mest heflr verið dáðst að, t. d. gamia
Baldursheims-kynið. Eftir því, sem við má búast, þá
er þetta fé i eðli sínu bráðþroskað, safnar fljótt, enda
eru á Fjöllunum landgæði mikil og landrýmið meira en
eg þekki annarsstaðar; beitilandið er og gott yfirferðar,
mestmegnis flatt. Þetta er mörsöfnunar og fitusöfnunar-
fé, en þó getur það safnað nokkrum vöðvum, ef það
verður aldrei magurt. Þegar það verður mjög magurt
á vorin, er það á haustin afllítið og þollaust að ganga,
þó ekki afllaust af hor — þótt svo sé kallað — því
naumast verður fundið bein við átak, heldur af vöðva-
skorti og fituþyngslum. Á haustin er jafnaðarvigt á
eldri ám 120 tveggja v. sauðum 150 ©, veturg. fó
110 ® og gamlir stórir hrútar vigta um 200 'S. Ef þetta
fé þarf að lifa úti í hörðum veðrum, eða þola fóðuiskort
á tímabili, lætur það holdin fljótt og lífsafl liffæranna
dvin fyr en eiga má sér stað eða þarf að vera, ef það
hefði aðra og betri eiginleika. Yanhöld eru því tíð af