Búnaðarrit - 01.01.1908, Side 317
BÚNAÐARRIT.
313
ári, því vigtarmælikvarðinn gildir um gjaldgengi fjárins, og
mör og fita er enn í jafnháu verði hér í landi. Að sinni
eru færð sæmileg rök fyrir því, að nefnt fé er ekki 1
samræmi við þá aðferð manna í hirðingu, sem almenn-
ust er, og það þarf dýrara viðhald til þess að gefa sæmi-
lega raun, en annað fó með réttu sköpulagi, og menn með
góðu móti geta veitt því; hin hörðu og misjöfnu lífsskil-
yrði, sem náttúran veitir hér á Norður-íslandi, eru því
ekki hoil, en bezt er það komið þar sem það er. — Það út
af fyrir sig, að féð á einhverjum stað er stórt og þungt,
er ekki óyggjandi sönnun fyrir því, að slíkt fé sé bezt.
Það fé er bezt, sem svarar bezt tilkostnaði og minst
vanhöld eru á. Það væri fróðlegt að færa skýrslu yfir
tilkostnað, afurðir og vanhöld ýmsra fjárafbrigða á sama
stað og ennfremur sauðfjárhjarða á ýmsum stöðum, en
vanhaldadálkinn má ekki vanta í þá skýrslu. Eg leitaði
eftir slíkum skýrslum á mínu ferðalagi, en árangurslaust.
Þá hefi eg nú á víð og dreif gert nokkra grein fyrir
fjárkyninu á þessu svæði, en eg tek það fram, að á þessu
svæði eru jafnmörg og hin sömu afbrigði í fjárkyninu,
sem tilnefnd eru og greind eftir lit og háralagi í skýrslu
rninni í Búnaðarritinu 21. árg., 2. h., bls. 89—92. En geta
vil eg þess, að hið kollótta fé er tiltölulega fátt, en á
dreifingi um alt; sömuleiðis er fátt af tvílitu fé, tiltölul.
mest af því í Fellasveit á Héraði.
Útlend laynseinkenni á fénu hittast á nokkrum stöð-
um; á einum stað. bar mest á því, í Kirkjubæ í Hróars-
tungu; þar voru um 20 kindur, sem höfðu all-glögg ein-
kenni cheviot-kynsins. A Strönd í Skógum voru sömu
einkenni á nokkrum kindum og víðar á Héraði. Norður
í Axarflrði voru sömu einkenni á nokkrum kindum, svo
sem hjá Sigurði Björnssyni í Tungu, á Austara-Landi
og Ærlækjarseii. Á Egilsstöðum á Hóraði voru 2 lömb
af Oxfordshire-kyninu, sem Jón Jónsson á Veðramóti
flutti til landsins 1878. Með vissu verður ekki sagt,
hvenær cheviot-fé hefir verið flutt til Austurlandsins, en