Búnaðarrit - 01.01.1908, Side 319
BÖNAÐARRIT.
315
sýslu; er þar alment notað nú og heflr breiðst þaðan út.
Þótt ættartala þessi gæti verið fyllri og fúllkomnari, er
þó reglan óbrotin og fullnægir nokkuð vel ættfræðis-
kröfum.
Ullarfar fjárins er í sjálfu sér svipað. Á flestum
kindum finni ull á Hólsfjöllum, Jökuldal, efst í Axarflrði og
efst í Keiduhverfi. Ullin er tvennskonar: tog og þel á
hverri kind; alveg sérstakt ullarfar á fénu í Krossdal í
Kelduhverfi, sem áður er drepið á.
II. Lífsskilyrði.
Sauðfjárræktin á hverjum stað miðast við það, er
borgar sig bezt; menn reyna að sjá það nákvæmlega, hvaða
aðferðir eru líklegastar til að gefa bezta raun; takmarkið
er endurnýjað þetta: að féð gangi fram á vorin með
góðum kröftum, þótt það sé holdlítið, en safni fltu og
vöðvum í afréttum á sumrin; en holdamagn fjárins á
vorin er mismúnandi, því að oft spara menn sér til óhag-
ræðis heyfóður, vökvun og loft. En hrósverð er sú
góða umgengni i heyjum hér á landi; hér gera allir sér far
um, að láta ekkert strá til ónýtis ganga, og er þetta betra
hér en eg hefl sóð fyrir mér utanlands. Menn eru ólíkt
snjallir fjárhirðar, landrýmið er ólikt og sömul. fóður
og beitiland; þar að auk er einstaklingseðlið ólíkt, af-
brigðin mörg í fjárkyninu; því er það ekki undarlegt, að
féð kemur misjafnt fyrir sjónir.
Menn kvörtuðu víða yfir því, hve nú væri erfitt
orðið að fá fjármenn, einkum góða fjármenn; færri og
færri ár frá ári leggja það starf fyrir sig, og margir,
sem við það hanga, eru alvörulitlir og skiftir við það starf.
Útúrdúr verður það ekki langur, þótt eg geti þess, að
Kristján Kröyer á Hvanná á Jökuldal, sem búinn er
að búa þar í 50 ár, sagði svo frá, að á árunum 1850—
’60 hefði verið framfleytt helmingi fleira fé á Jökuldal
en nú er framfleytt þar. Allir græddu þá á Dalnum,
bændur og búaliðar. Peningabanki var á hverjum bæ,