Búnaðarrit - 01.01.1908, Side 323
BÚNAÐARRIT.
319
veturinn eins og kálfa i stíu, sem er þó sumra manna
siður, heldur er rétt að venja þau við beitina, útivistina
og harðneskjuna — því við það fá þau að lifa með aldr-
inum — en fóðra þau samt svo vel, að þau taki jöfnum
framförum.
Það er suður-þingeyskur siður, sem breiðst hefir
þaðan út, að ala gamla hrúta óeðlilega mikið, sem verð-
ur til þess að veikla afkvæmi þeirra, og það er eldi, sem
alls ekki borgar sig, ekkert samræmi sjáaniegt i þvi: að
vera að dekra við gamla undaneldishrúta með mjólk og
kraftfóður, ásamt heyi, á sama tíma inni í húsum, sem
kraftavana, fósturþungar ær eru drifnar út í harðneskju-
veður til beitar; það væri ráð að safna hrútunum saman
af mörgum bæjum á einn stað og beita þeim skyn-
samlega eftir brundtíð, ef menn þykjast ekki geta beitt
þeim saman við annað fé heima.
Tillaga.
Síðustu áiin hafa verið haldnar sýningar á sauðfé
og gripum í Múlasýslum; tel eg víst að þeim verði
haidið áfram þar sem þær eru komnar á, og svo munu
þær verða víðar og víðar haldnar, því menn vita að þær
geta stuðiað drýgst að ræktun kvikfénaðar, ef þær fara
fram eftir heppilegum fösturn reglum og ef dómsstörfin
eru falin mönnum, sem þeim eru vaxnir. Búnaðarfélag
íslands leggur fram helming kostnaðarins við sýning-
arnar á móti sýslufélögum eða öðrum félögum,
þess vegna er eðlilegast, að það (Bf. ísl.) hafi hlutdeild
í því, hvernig því fjárframlagi er varið, sem gengur tii
sýninga, eða vísast réttara sagt m e i r i hlutdeild en
verið hefir, og að það setji einhverjar reglur um það.
Þar sem sýningar hafa verið haldnar, heyri eg menn
kvarta yfir því, hve miklu minna sé á þeim að græða
en verið gæti, ef farið væri eftir reglum, sem miðaðar
væru við það eðiilega og stefndu að verulbgu takmarki.
Einkum á þessi umkvörtun við sauðfjárssýningarnar. Nú,