Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 15

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 15
HUGUR Sannleikur og suttungatnjöður 13 verkum þögla og reyna með þeirri kenningu að efla fagurfræði Wittgensteins rökum, ættuðum frá Michael Polanyi. Og þá er best að upplýsa lesendur um að hugmynd mín um þekkingu í skáldskap er innblásin af starfsbræðrum mínum í Björgvin. Ég tala gagnstætt þeim um þekkingu sem er fólgin í listaverkum en þeir hafa aldrei gert út á þau mið. Lítum nú ögn á þeirra útgerð. Hugsum okkur að við hittum einstakling sem aldrei hefur heyrt leikið á sembal og biður okkur um að lýsa hljómi hljóðfærisins. Okkur vefst sennilega tunga um tönn, hversu mótsagnakennt sem það kann að hljóma þá er þekking á tónlist þögul. Þó var til undantekning sem sannaði regluna. Steinar Sigurjónsson rithöfundur gat lýst kvartettum Beethovens svo unun var að heyra en nú er hann farinn veg allra vega blessaður og lítil von til þess að venjulegt fólk geti leikið þetta eftir. Þrautalendingin er sú að gera kort af þessari þekkingu með aðstoð líkingamáls. Við getum t.a.m. sagt „semball hljómar eins og millitegund milli píanós og hörpu.“ Hafi viðmælandi okkar heyrt leikið á píanó og hörpu ætti hann að hafa fengið þó ekki væri nema óljósa hugmynd um hljóm sembalsins. Best er sjálfsagt að gefa viðkomandi sýnishorn af sembalshljómi en sú er einmitt hugmynd þeirra Björgvinjarmanna að auk líkingamáls séu handföst dæmi besta leiðin til að upplýsa fólk um þögla þekkingu. í þessu sambandi er vert að velta því fyrir sér hvers vegna við beit- um gjarnan myndhverfingum þegar við reynum að fanga tónlist í net málsins. Við tölum um „ljósan“ eða „djúpan" hljóm, þótt engum heilvita manni detti í hug að halda því fram að hljómar séu ljósir eða djúpir í verunni. Það fylgir svo sögunni að félagi minn, sem er öld- ungis ómúsíkalskur, segir að aðeins glæstar og líkingaþrungnar lýs- ingar Williams Heinesen og Romains Rolland á tónlist hafi fært sér heim sanninn um töfra tónlistarinnar. Við beitum einnig líkingamáli er við lýsum mannsandlitum. Við segjum um Nonna að hann sé með „apafeis“ og að Gummi sé af- styrmislegur í útliti. Sama gildir um lýsingar okkar á göngulagi, nemandi minn einn sagði mér að hann gengi eins og þungstíg gömul belja. Þeir Björgvinjarskólamenn draga nú þá ályktun af þessum pæl- ingum að líkingamál gegni mikilvægu hlutverki við miðlun þögullar þekkingar. Þá er ekki úr vegi að minnast þess að líkingamál hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.