Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 129
HUGUR
Ritfregnir
127
spurningu á aðgengilegan hátt. Höfundar ritgerðanna eru Atli Harðarson
heimspekingur, Einar H. Guðmundsson dósent í stjameðlisfræði, Sigurður J.
Grétarsson dósent í sálarfræði, Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor, Þor-
steinn Vilhjálmsson prófessor í vísindasögu og eðlisfræði, og Þorvaldur
Sverrisson vísindaheimspekingur.
Hannes H. Gissurarson: Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis - Þcettir í
stjórnmálahagfrœði. Reykjavík: Hið ísl. bókmenntafélag og Stofnun
Jóns Þorlákssonar, 1997. 448 bls.
Hvert er hagkvæmasta skipulagið í skjóli skorts? Smith, Hayek, Marx,
Keynes og Friedman koma við sögu. Sóun náttúruauðlinda, fyrirkomulag
fiskveiða við strendur íslands, upphaf stjórnskipan og fall íslenska þjóð-
veldisins er meðal efnis. Hannes Hólmsteinn eins og hann gerist hvað bestur.
Jóhann Hauksson, ritstj.: Hugur rœður hálfri sjón. Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 1997. 137 bls.
Jóhann Hauksson gerði eftirtektarverða þáttaröð um merk fræðistörf
Guðmundar Finnbogasonar á sl. ári. Fræðimennirnir Þorsteinn Gylfason,
Ólafur H. Jóhannsson, Baldur Jónsson, Þórir Einarsson, Finnbogi Guðmunds-
son og Þórólfur Þórlindsson fjalla um einstaka þætti fræðistarfa hans. Þar á
meðal má nefna heimspeki, orðasmíð, mennta- og fræðslumál, vinnuvísindi,
friðarmál og félagsvísindi.
Sigmund Freud: Nýir inngangsfyrirlestrar um sálkönnun, þýð.
Sigurjón Bjömsson. Reykjavík: Hið ísl. bókmenntafélag, 1997. 228 bls.
Ritið er sjálfstætt framhald af Inngangsfyrirlestrum um sálkönnun I og II.
Kenningar um kvíða og hvatalífið (árásarhvöt), sálfræði kvenna, yfirskilvitleg
fyrirbæri og kommúnisma.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi: Saga hugsunar minnar um sjálfan
mig og tilveruna. Haraldur Ingólfsson bjó til prentunar. Reykjavík: Hið
ísl. bókmenntafélag, 1997. xli + 125 bls.
Eitt frumlegasta og áhugaverðasta rit sem íslenskur heimspekingur hefur
skrifað. Hér leitar hann svara við gmndvallarspumingum mannlegrar tilvem:
Hver er ég? Til hvers er ég? Hvert svar verkur nýjar spumingar um tilveru og
eðli mannsins, alheimsins og Guðs.