Hugur - 01.01.1997, Side 59

Hugur - 01.01.1997, Side 59
HUGUR Samræðusiðfræði Jiirgens Habermas 57 Formbundin siðfræðikenning getur engu að síður lagt til almenna við- miðun sem styðjast má við þegar skera þarf úr um hvort hægt er að leiða siðferðilegan ágreining skynsamlega til lykta eða hvort alhæfir hagsmunir eru í húfi án þess að hlutaðeigandi sé það ljóst. Þetta tak- markaða hlutverk siðfræðinnnar er sá útgangspunktur sem Habermas tekur í viðleitni sinni til þess að útskýra og réttlæta hið siðferðilega sjónarhom. (2) Habermas hefur lýst í grófum dráttum hvað er líkt og hvað ólíkt með samræðusiðfræði hans og siðfræði Kants.23 Hann er í gmndvallar- atriðum sammála Kant um að hið siðferðilega sjónarhom felist í óhlut- drægni en ráðist ekki af persónulegu mati eða eiginhagsmunum.24 Höfuðviðfangsefni siðfræði verður þar með að gera grein fyrir og rétt- læta hvað felst í því að tileinka sér hið siðferðilega sjónarhom eða óhlutdrægni í siðferðilegum efnum. Til viðbótar við þetta á kenning Habermas einkum femt sameiginlegt með siðfræði Kants. í fyrsta lagi er samræðusiðfræði af meiði „skyldusiðfræði“ (deonto- logical ethics). Muninn á skyldusiðfræði og tilgangssiðfræði (teleological ethics) má skilja á tvo vegu: í fyrsta lagi gerir Kant skýr- an greinarmun á réttlæti og því sem varðar hið góða líf. Siðalögmálið verður að vera þannig úr garði gert að ekki sé gengið út frá tiltekinni hugmynd um hið góða líf því annars væri sú siðferðilega fjölhyggja sem einkennir nútímaþjóðfélög höfð að engu. Kant og Habermas freista þess báðir að rökstyðja þennan greinarmun í formi hugmyndar um hagnýta skynsemi eða siðferðilegt sjálfræði. í annan stað er markalínan milli skyldusiðfræði og tilgangssiðfræði nátengd þeim greinarmun sem Kant gerir á skilyrðislausum og skilyrtum skyldu- boðum. Sú skoðun Kants að siðferðileg skylduboð séu skilyrðislaus felur í sér að hrein skynsemi sé siðræn, eða m.ö.o. að siðferðilegar skuldbindingar séu óháðar hagsmunum og löngunum sem ekki hvfla á skynsamlegum forsendum. Það er því meginkrafa skyldusiðfræði að 23 Sjá „Morality and Ethical Lifesérstaklega s. 196-198 og 203-204. Sjá einnig samanburð á kenningum Kants og Habermas hjá T. McCarthy, The Critical Theory ofJiirgen Habermas (Cambridge, Mass.: MIT Press, 1978), s. 325-330. „Morality and Ethical Life,“ s. 198. 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.