Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 16

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 16
14 Stefán Snœvarr HUGUR löngum verið talið aðal skáldskapar og er eitt einkennanna fimm. Auk heldur ber mönnum að hafa hugfast að spekingar og spámenn segja skáldskapinn innsæisbundinn, dularfullan og lífrænan. Einn þessara andans manna, norska skáldið Welhaven, sagði að ljóðið afhjúpi hið ósegjanlega. Ég hyggst nú sýna fram á að það sem Welhaven kallar „hið ósegjanlega“ sé ekkert annað en þögul þekking og að líkingamál skáldskaparins og mælskubrögð önnur gegni m.a. því hlutverki að varpa ljósi á þessa þekkingu. Við skulum nú líta á nokkur dæmi sem ég vona að styrki tilgátu mína. Svo er Skarphéðni Njálssyni lýst í Brennu-Njáls sögu: Hann var mikill maður vexti og styrkur, vígur vel, syndur sem selur, manna fóthvatastur, skjótráður og öruggur, gagnorður og skjótorður en þó löngum vel stilltur. Hann var jarpur á hár og sveipur í hárinu, eygður vel, fölleitur og skarpleitur, liður á nefi og lá hátt tanngarð- urinn, munnljótur nokkuð og þó manna hermannlegastur.12 Lítum nánar á lýsinguna á munnsvip hetjunnar. Lýsingarorðið „munnljótur" leiðir hugann að þorparatýpu en samlíkingin „hermann- legur“ í aðra átt. Maður sem er munnljótur en samt öðrum mönnum hermannlegri lítur ekki út eins og glæpamaður. Andlit hans er gróft en tignarlegt, ef til vill svolítið líkt ásjónu leikarans Stacey Keach. Höfundi Njálu tekst með aðstoð líkinga að gera það sem tæpast er hægt með annarri málnotkun: Að lýsa andliti svo sæmilega viðunandi sé. Fremjum nú heljarstökk yfir aldir íslenskrar bókmenntasögu og lendum hjá Einari Má Guðmundssyni. Þannig lýsir hann ærandi þögn í bók sinni Eftirmáli regndropanna: Þögnin. Hún er blindur maður með staf. Hún tekur trommusóló við eldhúsvaskinn, sturtar niður úr klósetti og gerir regndropana sem slást utan í rúðurnar að ræðumönnum sem með ræðustóla eins og kryppur út úr bökunum hækka sífellt róminn.13 12 Brennu-Njáls saga í íslendingasögum I (Reykjavík 1985), bls. 154. Ég gef mér einfaldlega að vit sé í bókmenntatúlkunum. Þá skoðun varði ég í „Diktningens sannhet." 13 Einar Már Guðmundsson: Eftirmáli regndropanna (Reykjavík 1986), bls. 59.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.