Hugur - 01.01.1997, Side 49

Hugur - 01.01.1997, Side 49
HUGUR Leikreglur og lífsgildi 47 getum losað okkur fyllilega undan hefðinni og staðið andspænis henni sem óháðir einstaklingar.24 Menn geta í bezta falli náð að slaka á böndum hefðarinnar og skapað sér svigrúm til að meta þau öfl sem túlka þarfir þeirra, sjálfsskilning og gildismat.25 Meginhugmynd samræðusiðfræðinnar er í raun sú að það sé hlut- verk heimspekingsins að lýsa skilyrðum þess að fólk geti komizt að réttlætanlegum niðurstöðum í siðferðisefnum, en ekki að kveða upp úr um það hverjar þær niðurstöður ættu að vera. Þessi skilyrði eru bæði formleg og efnisleg, ef svo mætti segja. Hin formlegu skilyrði eru tiltölulega óumdeild og varða fyrst og fremst hugsunar- og tján- ingarfrelsi borgaranna. En það er ekki síður mikilvægt að velta fyrir sér hinum félagslegu og persónulegu skilyrðum þess að upplýst lýð- ræðisleg samræða geti átt sér stað. Hin félagslegu skilyrði tel ég mikilvægast að nálgast neikvætt, en með því á ég við að greina þurfi þá margvíslegu þætti í samfélagsgerð okkar og menningarlegu um- hverfi sem hindra gagnkvæman skilning manna á milli. Hér hef ég ekki eingöngu í huga tilteknar félagslegar hindranir, heldur ekki síður ríkjandi hugsunarhátt og gildismat sem gera það oft að verkum að raunveruleg samræða nær ekki að þrífast. Hér mætti til dæmis nefna þau yfirráð sem leynast í menningunni og hindra að bæði kynin njóti sanngjarnra lífskosta. Hin persónulegu skilyrði samræðna mætti greina í samræðuvilja og samræðuhæfni einstaklinga.26 Ljóst er að hvort tveggja krefst persónulegra eiginleika, svo sem hugrekkis, heiðarleika og sannsögli, sem jafnframt verða helzt ræktaðir með samræðum. Þá eiginleika mætti sem bezt kalla samrœðudygðir, en hér hvílir áherzlan á þýðingu þeirra í því skyni að móta sanngjarnar leikreglur en ekki á hlutdeild þeirra í mannlegri farsæld. Hin félagslegu og persónulegu skilyrði samræðna kunna að virðast vera til marks um það hve erfitt getur verið að greina á milli leik- reglna annars vegar og hins vegar lífsgilda sem móta sjálfsmynd manna og hugsunarhátt. Hér er því mikilvægt að fara varlega í grein- 24 Sandel gagnrýnir frjálslynda hugsuði fyrir þessa villu í riti sínu Liberalism and the Limits of Justice (Cambridge: Cambridge University Press 1982). 2^ Sbr. Habermas, Communication and the Evolution of Society, þýð. Thomas McCarthy (Boston: Beacon Press 1979), s. 93. Sjá einnig Kymlicka, Contempo- rary Political Philosophy, s. 212. 26 Sjá nánar bók mína Siðfrœði lífs og dauða, s. 60.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.