Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 28
26
Stefán Snœvarr
HUGUR
dæminu er orðið „úlfíir“ skjárinn og rákimar aukamerkingar („kon-
notosjónir") orðsins. Maðurinn er þá stjörnurnar, við sjáum mann-
skepnuna í ljósi aukamerkinganna. Lítum á annað dæmi. Segjum að
við lýsum bardaga með máli taflsins. Það mun þýða að við leggjum
áherslu á vissa þætti bardagans en stingum öðrum undir stól.
Taflmálið síar og umbreytir því sem lýst er. Sársauki, hræðsla og
grimmd bardagans sleppa ekki gegnum þessa síu. Myndhvörf líkjast
meira kortum og líkönum en lýsandi staðhæfingum. Þau eru ekki
jafngild endanlegri röð sannra staðhæfinga. í vísindum segja
myndhvörf það sem ekki er hægt að segja með öðrum hætti, segir
Black.32
Ekki þarf mikla skarpskyggni til að sjá tengslin milli víxlhrifa-
kenningarinnar og minnar. Hvað er það í vísindunum, sem ekki er
hægt að tjá með öðru en líkingamáli, annað en þögul þekking? Ég
held líka að skáldlegt líkingamál og mælskubrögð breyti viðfanginu á
vissan hátt, líkt og myndhvörf breyta því að mati Blacks. En þessi
myndbreyting viðfangsins þarf ekki að draga úr þekkingargildi
skáldskaparins. Þegar eðlisfræðingurinn notar stærðfræði sem net til
að veiða veruleikann umbreytir hann honum líka. Efnisheimurinn
sjálfur er tæpast stærðfræðilegs eðlis en eðlisfræðingar nota stærð-
fræðina sem síu á skynreynsluna og láta það er ekki kemst gegnum
síuna lönd og leið. Til þess að mynda heiminn verður að afmynda og
ummynda hann, því má beita myndhvörfum við myndatökuna!
Nú ber þess að gæta að talsverður munur er á skáldlegum og
vísindalegum myndhvörfum. Breski heimspekingurinn Mary Hesse
segir réttilega að þau síðarnefndu séu að jafnaði hnitmiðaðri og
nákvæmari.33 Skáldleg myndhvörf eru gjaman mótsagnakennd og
32 Max Black: „Metaphor," m.a. í Models and Melaphors (Ithaca 1962), bls. 25-47;
og „More about Metaphors" í Andrew Ortonny (ritstj.), Metaphor and Thought
(Cambridge 1979), bls. 19-42. Donald Davidson vegur að kenningum Blacks og
segir að metafórísk merking sé ekki til. Hins vegar geti myndhvörf haft ákveðin
áhrif á okkur, t.d. fjörgað fmyndunaraflið. En þótt góður brandari geti komið
okkur í gott skap þá myndi enginn segja að til væri sérstök brandaramerking. Sjá
„What Metaphors Mean“ í Truth and Interpretation (1984), bls. 245-264. Black
svarar svo fyrir sig í „How Metaphors Work: A Reply to Donald Davidson" í
Sheldon Sacks (ritstj.), On Metaphor (Chicago og London 1979), bls 181-192. Ég
ræði kenningar Blacks og Davidsons í óbirtri grein „Fra Logos til Mytos. Om
metaforer i vitenskapene i lyset av Max Blacks interaksjonsteori.“
33 Mary Hesse: „The Explanatory Function of Metaphor“ í Models and Analogies in