Hugur - 01.01.1997, Síða 93

Hugur - 01.01.1997, Síða 93
HUGUR Gagnrýni opinberrar skynsemi 91 kenninguna og leiðréttir kennisetningarnar lítillega til að komast undan gagnrýninni. Helsta breytingin er í orðalagi tveggja grunn- lögmála réttlætisins. En í heild standa kennisetningarnar óbreyttar. Það sem er nýmæli í Political Liberalism er einkum það femt að greinilega kemur fram hvert eðli kenningarinnar er og staða meðal kenninga og jafnframt kemur fram að kenningin öll er, í huga Rawls, vöm fyrir þá stjómskipan og stjómarhætti sem hann telur einkenna Vesturlönd og sögu þeirra á seinustu öldum. Einnig breytir hann hugsmíðinni um velskipað samfélag í tveimur eftirfarandi atriðum. í A Theory of Justice var gert ráð fyrir að hið velgerða samfélag væri mjög samstætt og því var þar ekki tekið tillit til djúpstæðs skoðanaágreinings sem á Vesturlöndum hefur sprottið af kynþátta- mun, afstöðu ólíkra menningarhópa, fjölda ólíkra trúfélaga og ósam- rýmanlegra, djúpstæðra heimspekikenninga. Vel má með nokkmm rétti staðhæfa að framvinda sögu Vesturlanda hafi ráðist af slíkum djúpstæðum skoðanaágreiningi milli þjóða og ríkja og eins milli hópa innan sama afmarkaða og tiltölulega lokaða samfélags. Lengst af hafa Bandaríkin vafalítið verið skýrasta dæmið um hið síðastnefnda en á seinustu áratugum hefur sams konar djúpstæður afstöðu- og skoðanamunur einnig sett mark sitt á ríki og samfélög Vestur-Evrópu. H. Hart benti Rawls á að líkan hans af hinu velskipaða samfélagi væri alls ekki trúverðug mynd af þeim stjómmálaheimi sem hann vill greinilega verja og réttlæta því þar væri ekki unnt að finna þessum djúpstæða skoðana- og afstöðumun neinn stað. Rawls fellst á þessa gagnrýni og telur þennan skort á sannferðugleika myndarinnar sem brugðið er upp í velskipuðu samfélagi nægja til að spilla sannfær- ingarkrafti margra rökfærslnanna í A Theory ofJustice. Til að ráða bót á þessu bætir hann inn í hina eldri smíð velskipaðs samfélags fjöl- breytileika í skoðunum og afstöðu íbúanna og tileinkar nú hverjum þeirra einhverja djúpstæða og skynsamlega skoðun á hverju eina sem fyrir augu þeirra og eyru ber. Slíkar allsherjarskoðanir (compre- hensive doctrines) flokkar hann mjög gróft í þrjá flokka eftir grundvallarforsendum skoðananna og samhengi þeirra. Flokkamir em þessir: 1. Trúarskoðanir, 2. skoðanir reistar á allsherjarkenningum af heimspekilegum eða siðferðilegum toga eins og hann telur kenningar Kants og Mills vera, og 3. skoðanir sem eru blanda kenninga og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.