Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 63
HUGUR
Samrœðusiðfrœði Jiirgens Habermas
61
sem Kant gerir á heimi þess skiljanlega og heimi fyrirbæranna eða
skiptingu sjálfsins í hið forskilvitlega og það sem byggt er á reynsl-
unni einni. Skynsemin er ekki lengur sett upp andspænis þörfum og
hagsmunum heldur er hún skilgreind sem „aðferð“ í formi rökræðu og
samskipta og snýst um það hvaða túlkun þarfa stenst best próf sam-
ræðunnar. Á sama hátt felst sjálfræði ekki lengur í því að hagsmunir
og langanir séu útilokaðar eða bældar niður heldur gagnrýninni
yfírvegun þeirra ásamt því að vera tilbúinn að rökstyðja túlkun þeirra í
samræðu sé þess krafist.35
í öðru lagi, eins og getið var um hér í upphafi, hafnar samræðu-
siðfræðin útfærslu Kants á hinu skilyrðislausa skylduboði þar sem það
er í formi „einræðu“ - þ.e. að hver og einn prófi með sjálfum sér, eða
í einsemd sálarinnar eins og Husserl orðar það, hvaða meginreglur um
hegðun geti orðið að almennu lögmáli - og teflir í staðinn fram alhæf-
ingarlögmálinu (A) sem er samhuglægt (intersubjective) eða í sam-
ræðuformi.36 Hið skilyrðislausa skylduboð Kants er óneitanlega sam-
huglægt í vissum skilningi, en þó virðist ljóst að frumspekileg tví-
hyggja hans er forsenda þess að hægt sé að leggja það sem ein persóna
getur viljað mótsagnalaust og skynsamlega að jöfnu við það sem allir
gætu samþykkt undir sömu formerkjum. Samsvörun hins einstaklings-
bundna, skynsamlega vilja og skynsamlega vilja allra er komin undir
því að hagsmunir, langanir og hneigðir séu settar upp andspænis skyn-
seminni og þar með úthýst úr „ríki markmiðanna.“ í samræðusiðfræði,
aftur á móti, koma raunverulegar samræður í stað „heilaspuna“ af
þessu tagi. Jafnvel þótt slíkar samræður séu ávallt háðar takmörkunum
rúms og tíma og víki þannig frá fyrirmyndinni um ákjósanlegar sam-
ræðuaðstæður, geta samræður fárra fyrir hönd annarra aldrei komið
fyllilega í þeirra stað.37
Loks gagnrýnir samræðusiðfræðin Kant fyrir að sneiða hjá þeim
vanda sem fylgir réttlætingu siðalögmálsins með því að vísa til „stað-
reyndar hreinnar skynsemi“ án frekari rökstuðnings og halda því fram
að áhrifamáttur hinnar siðferðilegu „skuldbindingar“ sé kominn undir
35 Sjá J. Habermas, The philosophical Discourse of Modernity: Twelve Lectures, þýð.
F. Lawrence (Cambridge, Mass.: MIT Press, 1987), 11. kafla.
36 „Discourse Ethics," s. 67; „Morality and Ethical Life,“ s. 203.
37 „Discourse Ethics," s. 94.