Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 95
HUGUR
Gagnrýni opinberrar skynsemi
93
þess sem með réttu má kalla stjórnmálaefni og opinber mál, þ.e.
umræðu um réttlætið. Takmarkanir þessar á umræðunni og afmörkun
þess sem Rawls kallar opinbera skynsemi, má fá fram neikvætt með
því að vísa á bug þeim efnum og aðferðum sem allsherjarskoðanimar
eiga dýpstar rætur að rekja til eða öllu heldur að vísa slíkri umræðu
um hinstu rök til skoðanabræðra en burt úr umræðu um grunn stjóm-
málaefna og opinberra mála. Þannig eiga guðfræði einstakra trúfélaga
eða þekkingarfræði einstakra heimspekikenninga ekki erindi í opin-
bera umræðu og teljast því ekki til opinberrar skynsemi. A jákvæðari
hátt, en álíka skilmerkilegan, má líta á opinbera skynsemi sem nokk-
um veginn það umræðusvið og umræðuhátt sem blasir við fáfræð-
ingunum í upphafsstöðunni. Hvorug þessara einkenna opinberrar
skynsemi má líta á sem beina skilgreiningu, enda em skilgreiningar
hér, eins og endranær, ekki aðeins óþarfar heldur einnig hættulegar
þar sem verið er að lýsa atriðum sem allir átta sig nægilega vel á. Öll
umræða hefst einhvers staðar og þá með því að afmarka umræðuefnið
og þá jafnframt hvað megi tína til umræðunnar; um leið og umræða er
hafin eru vébönd hennar ákveðin. Einkenni opinberrar umræðu og
opinberrar skynsemi sem slík umræða skal fylgja> eru reyndar þegar
fólgin í hulu fáfræðinnar og helgast af málfrelsinu sem eru ein þeirra
grunnréttinda sem lögmálin tvö taka til. Það er því að vonum að ekki
þurfi að breyta neinu í smíði upphafsstöðunnar né heldur í kenni-
setningunum sem þaðan eru sprottnar þótt hugsmíðinni velskipað
samfélag sé breytt með því að gera mönnum þar kleift að hafa allar
hugsanlegar andstæðar allsherjarskoðanir. En einu verður þó að breyta
í eiginleikum þeim sem mönnum eru lagðir til eða öllu heldur í skyld-
unum sem á þá eru lagðar, en það er umburðarlyndi í formi kurteisis-
skyldu. Kurteisisskyldan, sem Rawls nefnir reyndar fyrst því nafni,
„duty of civility“ í Political Liberalism, er skilgetið afsprengi þeirrar
virðingar, nokkuð óttablandinnar, sem fáfræðingamir bera hver fyrir
öðrum í óvissu upphafsstöðunnar, þar sem þeir vita ekki nema þeir
séu sjálfir lítilmagnar eða hafi í flestu rangt fyrir sér. Þessi virðing
fyrir öðrum og ósk um sams konar virðingu frá öðrum er undirrót
sanngirni og samningsvilja fáfræðinganna og nauðsynlegt skilyrði
samfélagslífs í velskipuðu samfélagi.
Rawls nefnir, eins og fyrr var getið, þrennt sem er líkt með þeim
Kant. Hið fyrsta var það að túlka megi réttlætiskenninguna eða