Hugur - 01.01.1997, Side 23

Hugur - 01.01.1997, Side 23
HUGUR Sannleikur og suttungamjöður 21 þögul. Tökum sem dæmi þá manntegund sem við köllum „lúða.“ Lúðinn er gjarnan klaufalegur í framgöngu og heimóttarlegur í fasi. Tilfinningalífið er líklega án fínna drátta og vitsmunirnir oft ekki miklir. En allir þeir sem hafa hitt hallærislega einstaklinga sjá að þessi skilgreining nær skammt. Meinið er að eðlisskilgreining á hugtakinu „lúði“ er vandfundin. Ekki er hlaupið að því að finna bæði nauðsynlegar og nægjanlegar forsendur fyrir beitingu hugtaksins. (Þetta einkennir þau hugtök sem við notum til að grípa þögla þekk- ingu.) Hugtakið er samt ekki innihaldslaust. Þótt satt kunni að vera að ekki sé til eðlisskilgreining á hugtakinu „bókmenntir“ verður það ekki inntakslaust fyrir vikið. Við getum bent á handföst dæmi um bókmenntaverk og sagt „texti x og texti y og fyrirbæri sem líkjast þeim eru bókmenntaverk,“ samanber það sem sagði áðan um tengsl dæmatöku og þögullar þekkingar. Sama gildir um lúða og hér geta fagurbókmenntir lagt sitt af mörkunum. Einar Kárason lýsir „halló gæja“ með giska skondnum hætti í skáldsögunni Þetta eru asnar, Guðjón. Hann segir hvergi berum orðum að persónan sé lúði en lætur í það skína með handföstum dæmum um hallærislegheit hennar. T.d. segir spekingurinn jafnan „1-0“ er hann leysir vind. Slíkur „brandari“ hlýtur að vera skóladæmi um lúðamennsku. Blessunarlega eru til aðrar manntegundir á þessari guðsvoluðu jarð- arkringlu en lúðamir; til dæmis eru til öfgafullir, orkuríkir, skapharðir menn. Dostojevskí kallar þessa manngerð „Karamazovtýpuna.“ Hann lætur Dmítrí Karamasov draga karlfausk nokkurn á hárinu út af knæpu í æðiskasti, framkoma sem maður væntir af öfgafullum, orkuríkum, skaphörðum manni. í ljósi þess sem ég hef sagt um röktengsl athafna, þögullar þekkingar og handfastra dæma ætti dæmi Dostojevskís að kasta ljósi á eðli þessarar manntegundar. Sú staðreynd að Dmítrí er ýkt persóna, rétt eins og Egill, þarf ekki að breyta neinu þar um. Líkön náttúruvísindanna eru eins konar ýkjur, meðvitaðar einfaldanir á flóknum veruleika. Það eru einmitt einfaldanimar og ýkjurnar sem hjálpa okkur til að skilja reynsluheiminn betur í krafti þess að gefa okkur meiri yfirsýn og von um að finna meginþætti hans. Eitthvað svipað gildir um ýktar persónur í skáldskap að minni hyggju.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.