Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 78
76
Stefán Erlendsson
HUGUR
reyndi að bjarga Apel frá, þ.e. að siðferðisgildi rökræðureglnanna nái
ekki út fyrir mörk samræðunnar, og beinir gegn Habermas sjálfum.87
En eins og við höfum séð, á þessi gagnrýni ekki við um Habermas.
Hún á aðeins við um Apel. Ég ætla að láta frekari umfjöllun um gagn-
rýni í þessa veru liggja á milli hluta.88 Hér er ekkert rúm til þess að
svara henni.89 Þess í stað hyggst ég í lokin drepa á þrjár mikilvægar
aðfinnslur við kenningu Habermas, sem má að einhverju leyti rekja til
„óhóflegrar" formhyggju samræðusiðfræðinnar að mati gagnrýnenda
hennar, og sýna hvemig Habermas hefur reynt að bregðast við þeim.90
Eins og fyrr er getið tilheyrir samræðusiðfræðin hinni kantísku hefð
þar sem gerður er skýr greinarmunur á réttlæti og því sem varðar hið
góða líf og jafnframt litið svo á að réttlætið hafi ótvíræðan forgang.
Frá þessum sjónarhóli takmarkast siðferði við reglusetningu sem
miðar að óhlutdrægri úrlausn þeirra ágreiningsmála sem rísa í
samskiptum fólks.91 Lykilspumingin verður því: „Hvaða viðmið eða
reglur eiga að stýra samlífi okkar?“ fremur en „hvers konar manneskja
vil ég verða?“ og hlutverk siðfræðinnar takmarkast við að útskýra
hvernig hægt sé að meta (ágreining um) slíkar reglur frá siðferðilegu
sjónarmiði.92
87 Wellmer, „Ethics and Dialogue," sérstaklega s. 182-188.
88 Sjá nánar um þetta Benhabib og Dallmayr, ritstj., The Communicative Ethics
Controversy. AthyglisVerða gagnrýni er einnig að finna hjá J. Heath í „The
Problem of Foundationalism in Habermas’s Discourse Ethics,“ í Philosophy and
Social Criticism, 21 (1995), s. 77-100.
89 Rehg hefur reynt að svara þessum aðfinnslum (og ýmsum fleiri) á kerfisbundinn
hátt. Sjá Insight and Solidarity.
90 Um viðbrögð Habermas við þessari gagnrýni og fleiri aðfinnslum sjá „Discourse
Ethics,“ s. 102-109; „Remarks on Discourse Ethics,“ s. 19-111; og J. Habermas,
„Lawrence Kohlberg and Neo-Aristotelianism,“ í Justification and Application, s.
113-132.
91 „Moral Consciousness," s. 116; „Morality and Ethical Life,“ s. 198.
92 Það er samt ekki þar með sagt að samræðusiðfræði fáist aðeins við spurningar um
pólitískt lögmæti. Sbr. Rehg, Insight and Solidarity, s. 32. Sumir álíta þó að hún sé
betur fallin til þess að fjalla um siðferði „opinbers lífs“ eða siðferði sem liggur til
grundvallar lýðræðislegum stjórnarháttum, en siðferði almennt. Sjá t.d. B.
Ackerman, „Why Dialogue?" f Journal ofPhilosophy, 86 (1989), s. 6-8, og Cohen
og Arato, Civil Society and Political Theory, s. 345-360. Þetta er einnig skoðun
Vilhjálms Ámasonar. Sjá „Siðfræðin og mannlífið: frá sjálfdæmishyggju til
samræðusiðfræði," í Huga, tímariti Félags áhugamanna um heimspeki, 1 (1988), s.
73-74.