Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 62
60
Stefán Erlendsson
HUGUR
raunverulega stað.31 Að mati Habermas er til of mikils mælst að búast
við því að heimspekileg siðfræði geti sagt til um hvers réttlœtið krefst,
í þeim skilningi að ályktað sé um efnislegar siðareglur (eins og t.d.
Rawls freistast til að gera varðandi siðalögmálin tvö í réttlætiskenn-
ingu sinni), með því einu að útskýra hið siðferðilega sjónarhom eða
hvað réttlœti er?1
í fjórða og síðasta lagi er samræðusiðfræði „alhæfð“ (universal-
istic) siðfræðikenning. Grundvallarlögmál hennar (A) er ekki bundið
við tiltekið tímabil, menningu, eða siðferðisviðhorf - t.a.m. frjáls-
lyndra karla af hvíta kynstofninum. Habermas reynir að færa sönnur á
algildi kenningarinnar með því að leiða alhæfingarlögmálið (A) af
„því-sem-næst forskilvitlegum“ ([quasi-transcendental] og þar með
óhjákvæmilegum) forsendum skynsamlegrar rökræðu: Hver sem tekur
þátt í rökræðu af alvöru gerir ráð fyrir vissum málnotkunarfræðilegum
reglum; alhæfingarlögmálið (A) má síðan leiða af þessum reglum (að
því tilskildu að maður viti að minnsta kosti hvað felst í því að réttlæta
viðmið um hegðun). Habermas heldur því einnig fram að reglur og
formgerð rökræðunnar eigi rætur í þroskaferli mannsins sem tegundar
og sé því ekki bundin við tiltekna þjóðfélagsgerð, s.s. flókin markaðs-
þjóðfélög.33 Að þessu leyti er krafan um algildi samræðusiðfræðinnar
rökstudd í anda forskilvitlegrar hughyggju. Samræðusiðfræðin gerir
aftur á móti ekki tilkall til þess að vera a priorf hún er „skeikul“ og
háð því að fræðileg tök hennar á viðfangsefninu standist reynslurök.
(Ég kem nánar að þessu aftur hér á eftir.)
Þrátt fyrir þessi samkenni er samræðusiðfræðin einnig frábrugðin
siðfræði Kants í nokkrum veigamiklum atriðum. Habermas hafnar
fyrir það fyrsta frumspekilegri tvíhyggju Kants.34 Líkt og Rawls,
leitast Habermas við að útskýra eða endurgera (reconstruct) skyn-
semis- og sjálfræðishugtökin án þess að ganga út frá þeim greinarmun
31 „Morality and Ethical Life,“ s. 204; „Discourse Ethics,“ s. 94.
32 Sbr. P. Pettit, „Habermas on Truth and Justice," í G. H. R. Parkinson, ritstj., Marx
and Marxisms. Royal Institute of Philosophy Lecture Series; 14. Viðauki við
Philosophy, 1982 (Cambridge: Cambridge University Press, 1982), s. 217 og
áfram. Um gagnrýni Habermas á Rawls sjá „Justice and Solidarity: On the
Discussion conceming „Stage 6“,“ í M. Kelly, ritstj., Hermeneutics and Critical
Theory in Ethics and Politics (Cambridge, Mass.: MIT Press, 1990), s. 36-38.
33 „Morality and Ethical Life,“ s. 197-198.
34 Sama rit, s. 203.