Hugur - 01.01.1997, Side 62

Hugur - 01.01.1997, Side 62
60 Stefán Erlendsson HUGUR raunverulega stað.31 Að mati Habermas er til of mikils mælst að búast við því að heimspekileg siðfræði geti sagt til um hvers réttlœtið krefst, í þeim skilningi að ályktað sé um efnislegar siðareglur (eins og t.d. Rawls freistast til að gera varðandi siðalögmálin tvö í réttlætiskenn- ingu sinni), með því einu að útskýra hið siðferðilega sjónarhom eða hvað réttlœti er?1 í fjórða og síðasta lagi er samræðusiðfræði „alhæfð“ (universal- istic) siðfræðikenning. Grundvallarlögmál hennar (A) er ekki bundið við tiltekið tímabil, menningu, eða siðferðisviðhorf - t.a.m. frjáls- lyndra karla af hvíta kynstofninum. Habermas reynir að færa sönnur á algildi kenningarinnar með því að leiða alhæfingarlögmálið (A) af „því-sem-næst forskilvitlegum“ ([quasi-transcendental] og þar með óhjákvæmilegum) forsendum skynsamlegrar rökræðu: Hver sem tekur þátt í rökræðu af alvöru gerir ráð fyrir vissum málnotkunarfræðilegum reglum; alhæfingarlögmálið (A) má síðan leiða af þessum reglum (að því tilskildu að maður viti að minnsta kosti hvað felst í því að réttlæta viðmið um hegðun). Habermas heldur því einnig fram að reglur og formgerð rökræðunnar eigi rætur í þroskaferli mannsins sem tegundar og sé því ekki bundin við tiltekna þjóðfélagsgerð, s.s. flókin markaðs- þjóðfélög.33 Að þessu leyti er krafan um algildi samræðusiðfræðinnar rökstudd í anda forskilvitlegrar hughyggju. Samræðusiðfræðin gerir aftur á móti ekki tilkall til þess að vera a priorf hún er „skeikul“ og háð því að fræðileg tök hennar á viðfangsefninu standist reynslurök. (Ég kem nánar að þessu aftur hér á eftir.) Þrátt fyrir þessi samkenni er samræðusiðfræðin einnig frábrugðin siðfræði Kants í nokkrum veigamiklum atriðum. Habermas hafnar fyrir það fyrsta frumspekilegri tvíhyggju Kants.34 Líkt og Rawls, leitast Habermas við að útskýra eða endurgera (reconstruct) skyn- semis- og sjálfræðishugtökin án þess að ganga út frá þeim greinarmun 31 „Morality and Ethical Life,“ s. 204; „Discourse Ethics,“ s. 94. 32 Sbr. P. Pettit, „Habermas on Truth and Justice," í G. H. R. Parkinson, ritstj., Marx and Marxisms. Royal Institute of Philosophy Lecture Series; 14. Viðauki við Philosophy, 1982 (Cambridge: Cambridge University Press, 1982), s. 217 og áfram. Um gagnrýni Habermas á Rawls sjá „Justice and Solidarity: On the Discussion conceming „Stage 6“,“ í M. Kelly, ritstj., Hermeneutics and Critical Theory in Ethics and Politics (Cambridge, Mass.: MIT Press, 1990), s. 36-38. 33 „Morality and Ethical Life,“ s. 197-198. 34 Sama rit, s. 203.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.