Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 29
HUGUR
Sannleikur og suttungamjöður
27
fáránleg eins og dæmin sanna. Svo þó vísindaleg myndhvörf kunni að
auka þekkingu okkar er ekki þar með sagt að skáldleg systkini þeirra
séu þess megnug. En myndhvörf eins og „maðurinn er úlfur“ eru
fremur skáldlegri en hitt og virðast þó ljóslega upplýsandi. Auk þess
getur fáránleiki skáldlegra myndhvarfa sýnt okkur heiminn í nýju
ljósi, veitt okkur nýja innsýn.34 Ef svo er þá hefur „fáránsmál“ skáld-
skaparins þekkingargildi.
Hafi Black á réttu að standa (sem ég vona!) þá er líkingamálið
engan veginn helbert skraut, það leikur mikilvægt hlutverk í þekk-
ingaröflun okkar. Aukinheldur er tæpast hægt að draga skarpa marka-
línu milli bragamáls og hversdagsmáls, hvað þá heldur myndmáls og
vísindamáls.
Hvað sem því líður tel ég villandi að kalla myndhvörf „sönn“ eða
„ósönn.“ Myndhvörf geta verið góð, frjó eða hitt í mark. Eg hef á til-
finningunni að myndhvörf hitti í mark með svipuðum hætti og and-
litsmynd („portrett") getur verið lík fyrirmyndinni. Enginn segði um
andlitsmynd að hún væri sönn eða ósönn.35 Hins vegar hníga góð eða
slæm rök að því að myndin líkist fyrirmyndinni. Sama gildir um
myndhvörf. Þorsteinn Gylfason hefur lög að mæla er hann segir að
myndhvörf hvíli á rökum.36 Ef mannskepnan væri friðsamasta og
óeigingjamasta kvikindið á jörðinni myndu myndhvörfin „maðurinn er
úlfur“ missa marks, hvfla á slæmum rökum.
Eins og við munum líkir Black myndhvörfum við kort og kort eru
hvorki sönn né ósönn en geta samt haft þekkingargildi. Hafi Black á
réttu að standa þá gerir velheppnuð beiting myndhvarfa í skáldskap
hann ekki sannan. Satt best að segja fæ ég ekki séð að gjáin milli
skáldskapar og veruleika verði fullbrúuð. Ég hygg að heimspeking-
urinn Albrecht Wellmer hafi nokkuð til síns máls er hann segir að
Science (Notre Dame 1966), bls. 159-160.
34 Nýrýnirinn Cleanth Brook telur að skáldmálið sé þverstæðukennt og að skáldlegar
þverstæður sýni okkur heiminn með nýjum, lærdómsríkum hætti. Cleanth Brook:
The Well-Wrought Urn (London 1947), sérstaklega 1. kapítuli.
35 Hér má sækja rök í smiðju Nelsons Goodman sem segir að myndir, llnurit,
setningar, orð o.s.firv. geti samsvarað veruleikanum með ýmsum hætti eða kastað
ljósi á hann án þess að teljast sannar. Sannleikurinn er að hans mati ekki alltaf
sagna bestur! Sjá Ways ofWorldmaking (Indianapolis 1979), s. 19.
36 Þorsteinn er sammála Davidson um að metafórísk merking sé ekki til en andæfir
orsakahyggju hans. Myndhvörf hvfla á rökum og rök eru ekki orsakir. Sjá
„Lfldngar og hvörf1 í Að hugsa á (slenzku (Rcykjavík 1996), bls. 141-151.