Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 22
20
Stefán Snœvarr
HUGUR
almennum reglum skiptir fordæmi öllu máli. Dómarinn beitir innsæi
og dómgreind til að sjá hvaða fordæmi beri að fylgja er dæma skal í
tilteknu máli.25
Af spekimálum meistara síns draga Björgvinjarskólamenn þá
ályktun að þekking okkar á tilfinningum sé þögul.26 Og eins og les-
endur eflaust grunar er sú mín bjargföst trú að fagurbókmenntir geti
sagt okkur sitthvað um víxlhrif kennda og látæðis. í Egils sögu segir
frá því er þeir Egill og Þórólfur bróðir hans berjast í sveit Aðalsteins
Englakonungs og Þórólfur fellur. Fer Egill til fundar við konung og
er skipað í öndvegi gegnt konungi. Fylgir nú forkostuleg lýsing
annars vegar á svipbrigðum og látbragði skáldjöfursins, hins vegar á
skapgerð hans. Orðrétt segir:
Hann hafði hjálm á höfði og lagði sverðið um kné sér og dró annað
skeið til hálfs en þá skellti hann aftur í slíðrin.
Og enn segir:
En er hann sat, sem fyrr var ritað, þá hleypti hann annarri brúninni
ofan á kinnina en annarri upp í hárrætur.27
Þennan leik lék hann svo um nokkra hríð.
Af samhenginu, lýsingunni á lundarfari Egils og ytri kringum-
stæðum, má draga þær ályktanir að hann tjái sorg, reiði og hefndar-
þorsta með látæði sínu. Og lýsingin ætti að geta aukið skilning okkar
á fjölþættum samleik atferlis og tilfinninga, hversu óvenjuleg sem
hegðun Egils kann að vera.
Við getum skilið lýsinguna í ljósi meira eða minna skýrra hug-
mynda um það hvers konar maður Egill er og öfugt getum við aðeins
skilið hvern mann hann hefur að geyma í ljósi gjörða hans. Því hefur
oft verið haldið fram að skáldskapur geti sagt okkur sitt lítið af hverju
um manngerðir og hygg ég að það muni rétt vera. Ekki er hægt að
skilja tiltekna manngerð án þess að þekkja skóladæmi um það hvernig
menn þessarar gerðar hegða sér. Og þekking á samspili tilfinninga,
hugsana og athafna sem er órjúfandi þáttur manngerða er að sjálfsögðu
25 Wittgenstein (1958), hluti II, bls. 227-229. Dæmin eru frá Kjell S. Johannessen
(1988).
26 Kjell S. Johannessen (1988), bls. 42-44.
27 Egils saga í íslendingasögum / (Reykjavík 1985), 55. kapítuli, bls. 438.