Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 57
HUGUR
Samrœðusiðfrœði Jurgens Habermas
55
sem er opin fyrir rökræðu, þekkingar sem gerir kröfu til réttmætis og
hægt er að gagnrýna, þ.e.a.s. þekkingar sem hægt er að deila um á
grundvelli raka.“14
Með þessum „ósjálfhverfa“ (decentred) skilningi á heiminum er líf-
heiminum „stillt upp“ í fjarlægð um leið og efnisheimurinn er tekinn
fræðilegum tökum, félagsheimurinn er útskýrður frá siðferðissjónar-
miði og hugarheimurinn túlkaður fagurfræðilega.15 Á vettvangi sam-
skipta ríkir (meira eða minna) „skilyrt afstaða“ sem opnar fyrir mögu-
leikann á því að taka upp samræður (eða rökræðu), sem er „yfir-
vegaðra“ eða meira krefjandi form samskiptabreytni.16 Samræðu-
siðfræði tengist sérstaklega hinni siðferðilegu sýn á samfélagið sem er
tekin upp þegar réttmæti/lögmæti ríkjandi stofnana er dregið í efa.
Undir þeim kringumstæðum njóta þær ekki lengur þegjandi sam-
þykkis og eru því mögulegt viðfangsefni siðferðilegrar rökræðu. Við
gerum greinarmun á þeirri félagslegu staðreynd að viðmið er almennt
viðurkennt og því hvort það verðskuldar slíka viðurkenningu.17 Það er
hugsanlegt að viðmið sem er almennt viðurkennt sé óréttmætt, þ.e. að
ekki sé hægt að réttlæta það með skynsamlegum rökum í samræðu. Ef
réttmæti viðmiðs er dregið í efa rofnar það bakgrunnssamkomulag
sem stuðlar að samhæfingu félagslegra athafna í daglegum samskipt-
um fólks. Samræður eru aðferð til þess að rökræða siðferðileg efni þar
sem „þátttakendur halda áfram samskiptum sem miða að gagnkvæm-
um skilningi eða samkomulagi með gagnrýnu hugarfari í þeim til-
gangi að endurvekja samkomulag sem hefur verið rofið.“18 Sam-
komulag er í höfn ef þátttakendumir - allir sem einn - sannfærast um
eitthvað í sameiningu. Slíkt gæti falist í því að viðmið sem naut
almennrar viðurkenningar áður en það varð umdeilt hljóti almenna
viðurkenningu á ný eða að því sé skipt út fyrir aðra kröfu sem álitin er
réttmæt.
Samræðusiðfræði Habermas hefur þannig ættarmót síð-kantískra
kenninga á borð við kenningu Alans Gewirth þar sem reynt er að leiða
14 „Moral Consciousness," s. 138.
15 „Discourse Ethics," s. 107.
16 „Moral Consciousness," s. 156.
17 „Discourse Ethics,“ s. 61.
18 Sama rit, s. 67.