Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 70
68
Stefán Erlendsson
HUGUR
En er samræðusiðfræði Habermas byggð á óhjákvæmilegum for-
sendum skynsamlegrar rökræðu? Endurspeglar hún ekki bara hans
eigin skoðanir á því hvemig mannleg samskipti eiga að vera? Haber-
mas reynir að svara (hugsanlegum) andmælum í þessa vem með rök-
semd sem hann tekur upp eftir Apel. Samkvæmt Apel lendir hver sem
hafnar þessum forsendum en vill engu að síður rökræða í alvöru í
gjörningarmótsögn (performative contradiction) við sjálfan sig.
Gjömingarmótsögn á sér stað þegar fullyrðing (eða fullyrðingarinntak
talgerðar) er í mótsögn við þær óhjákvæmilegu forsendur sem hún
hvílir á. Til dæmis þegar sagt er: „Ég dreg í efa að ég sé til,“ merkir
það að viðkomandi telur mögulegt að „ég sé ekki til“ (hér og nú). En
svo að hægt sé að fullyrða slíkt verður nauðsynlega að gera ráð fyrir
að „ég sé til“ (hér og nú). Apel notar þessa röksemd til að sýna fram á
eftirfarandi: Hver sem dregur í efa að hægt sé að leiða réttmætiskröfur
skynsamlega til lykta lendir í gjömingarmótsögn við sjálfan sig; til
þess að bera fram slíka kröfu verður viðkomandi að taka þátt í
rökræðu sem er óhugsandi nema gert sé ráð fyrir að hægt sé að leiða
umdeildar kröfur skynsamlega til lykta. Sönnun þess að forsendur rök-
ræðunnar séu óhjákvæmilegar er þannig fólgin í að sýna fram á að
þeir sem draga þær í efa verði að gera ráð fyrir þeim um leið og tilvist
þeirra er hafnað.59
Habermas og Apel greinir hins vegar á um það hver sé staða þess-
arar „forskilvitlegu-málnotkunarfræðilegu“ röksemdar. Apel er þeirrar
skoðunar að röksemdin sé fullkomlega örugg og því endanleg (Letzt-
begriindung) en að mati Habermas er hún skeikul. Til þess að bera
kennsl á hinar óhjákvæmilegu forsendur skynsamlegrar rökræðu, sam-
kvæmt Habermas, verður að styðjast við „ljósmóðuraðferð" (í anda
Sókratesar) sem felst í því að leiða í ljós eða útlista þann beina skiln-
ing og hæfni sem þátttakendur í samræðu reiða sig á enda þótt for-
sendunum sé hafnað. Hér er um að ræða skilyrta endurgerð tiltekinna
59 Sjá „Discourse Ethics,“ s. 79-82, 89-91,94 og áfram; sjá einnig J. Habermas, „The
Entwinement of Myth and Enlightenment: Re-Reading the „Dialectic of
Enlightenment“,“ t New German Critique, 26 (1983), s. 27, og K. O. Apel, „The
Problem of Philosophical Grounding in Light of a Transcendental Pragmatics of
Language," í K. Baynes, J. Bohman og T. McCarthy, ritstj., After Philosophy
(Cambridge, Mass.: MIT Press, 1987), s. 277.