Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 70

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 70
68 Stefán Erlendsson HUGUR En er samræðusiðfræði Habermas byggð á óhjákvæmilegum for- sendum skynsamlegrar rökræðu? Endurspeglar hún ekki bara hans eigin skoðanir á því hvemig mannleg samskipti eiga að vera? Haber- mas reynir að svara (hugsanlegum) andmælum í þessa vem með rök- semd sem hann tekur upp eftir Apel. Samkvæmt Apel lendir hver sem hafnar þessum forsendum en vill engu að síður rökræða í alvöru í gjörningarmótsögn (performative contradiction) við sjálfan sig. Gjömingarmótsögn á sér stað þegar fullyrðing (eða fullyrðingarinntak talgerðar) er í mótsögn við þær óhjákvæmilegu forsendur sem hún hvílir á. Til dæmis þegar sagt er: „Ég dreg í efa að ég sé til,“ merkir það að viðkomandi telur mögulegt að „ég sé ekki til“ (hér og nú). En svo að hægt sé að fullyrða slíkt verður nauðsynlega að gera ráð fyrir að „ég sé til“ (hér og nú). Apel notar þessa röksemd til að sýna fram á eftirfarandi: Hver sem dregur í efa að hægt sé að leiða réttmætiskröfur skynsamlega til lykta lendir í gjömingarmótsögn við sjálfan sig; til þess að bera fram slíka kröfu verður viðkomandi að taka þátt í rökræðu sem er óhugsandi nema gert sé ráð fyrir að hægt sé að leiða umdeildar kröfur skynsamlega til lykta. Sönnun þess að forsendur rök- ræðunnar séu óhjákvæmilegar er þannig fólgin í að sýna fram á að þeir sem draga þær í efa verði að gera ráð fyrir þeim um leið og tilvist þeirra er hafnað.59 Habermas og Apel greinir hins vegar á um það hver sé staða þess- arar „forskilvitlegu-málnotkunarfræðilegu“ röksemdar. Apel er þeirrar skoðunar að röksemdin sé fullkomlega örugg og því endanleg (Letzt- begriindung) en að mati Habermas er hún skeikul. Til þess að bera kennsl á hinar óhjákvæmilegu forsendur skynsamlegrar rökræðu, sam- kvæmt Habermas, verður að styðjast við „ljósmóðuraðferð" (í anda Sókratesar) sem felst í því að leiða í ljós eða útlista þann beina skiln- ing og hæfni sem þátttakendur í samræðu reiða sig á enda þótt for- sendunum sé hafnað. Hér er um að ræða skilyrta endurgerð tiltekinna 59 Sjá „Discourse Ethics,“ s. 79-82, 89-91,94 og áfram; sjá einnig J. Habermas, „The Entwinement of Myth and Enlightenment: Re-Reading the „Dialectic of Enlightenment“,“ t New German Critique, 26 (1983), s. 27, og K. O. Apel, „The Problem of Philosophical Grounding in Light of a Transcendental Pragmatics of Language," í K. Baynes, J. Bohman og T. McCarthy, ritstj., After Philosophy (Cambridge, Mass.: MIT Press, 1987), s. 277.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.