Hugur - 01.01.1997, Síða 72
70
Stefán Erlendsson
HUGUR
verk; hún verður „staðgengill“ (Platzhalter) kenninga reynsluvísinda
sem gera kröfu um algildi. Heimspekin getur líka uppfyllt annað hlut-
verk; hún getur, með túlkunum sínum, skapað jafnvægi milli einstakra
þátta skynseminnar - vísinda, siðferðis og lista. Þrátt fyrir hógværari
hlutverk er heimspekin eftir sem áður vemdari skynseminnar.65
Eins og fram er komið greinir Habermas á milli þriggja réttmætis-
krafna, sanngildis, réttleika og einlægni, og þriggja samsvarandi
heima sem þær beinast að: Efnisheims, félagsheims og hugarheims.
Fjórða krafan, krafa um að það sem sagt er sé skiljanlegt (eða skiljan-
leika) beinist svo að tungumálinu sjálfu. Samkvæmt þessari sundur-
greiningu þroskar sjálfið með sér vitsmuni, mál- og samskiptahæfni.
En hvað með „hið innra“ sjálf? Sjálfsþróun felur ekki aðeins í sér vit-
und um innra sjálf heldur einnig samþættingu þess við algildar form-
gerðir hugarstarfs, máls og samskipta, ásamt með þróun tilfinninga og
innri hvata. Samskiptahæfni er lykilþáttur í sjálfsmynd og siðvitund
(moral consciousness); hún „leysir unglinginn ekki aðeins úr fjötrum
sjálfshyggju frumbemskunnar heldur einnig undan oki hefðbundinnar
hlutverkaskipunar,“ svo notað sé orðalag Thomasar McCarthy.66
„Siðvitund" er síðan „innst inni“ ekkert annað en „getan til þess að
beita samskiptahæfni við að leysa úr siðferðilegum ágreiningi.“67
Þetta gerir mögulegt að fella siðferðisþroskastig Kohlbergs saman við
og leiða þau af þroskastigum hlutverkahæfni (role competence) sam-
kvæmt greiningu Habermas.68 Þegar félagsheimurinn er útskýrður frá
siðferðissjónarmiði er tekin skilyrt afstaða til viðmiða sem njóta al-
mennrar viðurkenningar, þ.e. þau eru skipuð undir meginreglur eða
lögmál og að lokum undir aðferðir við að sannprófa slík lögmál. Þessi
65 „Philosophy as a Stand-In and Interpreter," s. 18-20.
66 McCarthy, The Critical Theory ofJiirgen Habermas, s. 348.
67 Habermas, „Moral Development and Ego Identity," í Communication and the
Evolution ofSociety, s. 88.
68 Kohlberg greinir þrjú aðalstig siðferðisþroska í kenningu sinni: „forsæmisstig"
(preconventional), „velsæmisstig" (conventional) og „framsæmisstig" (postcon-
ventional). Sjá L. Kohlberg, Essays on Moral Development, fyrra bindi:
Philosophy of Moral Development: Moral Stages and the Idea of Justice (San
Francisco: Harper, 1981). Þýðing þessara hugtaka er komin frá Wolfgang Edel-
stein. Sbr. Sigríði Þorgeirsdóttur, „Frelsi, samfélag og fjölskylda. Femínísk gagn-
rýni, samfélagshyggja og frjálslyndisstefna," í Huga, tímariti Félags áhugamanna
um heimspeki, 6 (1993/1994), s. 37, neðanmálsgrein 5.