Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 101

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 101
HUGUR Gagnrýni opinberrar skynsemi 99 leggja allt of þunga áherslu á að einstaklingurinn sé aukaforsenda í kenningasmíðinni. En sú mannsmynd sem Rawls hefur þama í upp- hafi er varla annað en mannsnafnið tómt, og í kenningasmíðinni allri er mannsmyndin dregin í eins grófum dráttum og mest má verða, en þó það skýrum til að leyfa áframhaldandi smíð kenningarinnar. Þeir eðlisþættir mannsins einir eru tilteknir og skoðaðir sem þörf virðist á hverju sinni til að gera sæmilega grein fyrir því samfélagi sem skipar öndvegi í kenningunni allri. Þótt kennisetningum þeirra Kants og Rawls beri þannig saman eru kenningar þeirra mjög ólíkar að allri gerð og uppbyggingu og nánast þannig að telja mætti grunnafstöðu þeirra og fmmforsendur kenninga- smíðarinnar samhverfar, eins og kennisetningamar séu spegill þar sem sjá megi Rawls sem spegilmynd af Kant og öfugt. Jafnvel má segja að Rawls hafi stillt Kant á haus eins og Marx vildi gera við Hegel. Kant skoðar og greinir skynsemi mannsins en Rawls skoðar og greinir skynsemi samfélagsins.1 Þriðji meginmunur kenninga þeirra Kants og Rawls er fólginn í stöðu þeirra sem kenninga meðal kenninga. Það fer ekki á milli mála að Kant taldi sig vera að fjalla um það hvað réttur og réttlæti væri í raun og sannleika.2 Kant ætlar þannig kennisetningum sínum sann- 1 Hér er e.t.v. vert að veita því athygli að samfélagið sem heild með, ef svo má segja, sjálfstætt innra sköpulag sem skoða má og greina í sama skilningi og náttúru- fyrirbæri eða manninn sjálfan, sem hlut sem er í sjálfum sér, verður varla til x hugsun manna og heimspeki fyrr en með Hegel. Kant gefur samfélaginu því ekki fyrirbæralega þarvist, samfélagið í kenningum hans er smíð (konstruktion) og ævinlega skoðað undir því sjónarhomi en ekki sem eitthvað það sem liggur úti fyrir manninum og hann sér eða nemur og skynjar með öðrum hætti. Hegel lxtur einnig á samfélagið eða að minnsta kosti einstaka þætti þess sem smíðisgrip eða gripi. En smíðisgripurinn eða smíðisgripimir allir, þ.e. heild samfélagsins hefur sjálfstæða þarveru og er reyndar eins og önnur náttúra sem maðurinn sem skynsemisvera lifir í og við með svipuðum hætti og hann lifir sem dýr eða lífvera í og við það sem venja er að kalla náttúm. 2 Það em dálítil vandræði að þýða enska orðið „justice" yfir á þýsku og íslensku. „Réttlæti" ber einum of mikinn keim af persónubundinni merkingu sem felst í því að tala um réttlátan mann. Hið sama á við um „Gerechtigkeit" á þýsku. Kant notar þetta síðasta orð einmitt um réttláta menn og einstakar réttlátar gerðir. Það er líklega næst sanni að það sem kallað er „justice" á ensku sé hið sama og það sem Kant kallar einfaldlega „rétt.“ Orðfæri Hegels er í þessu efni hið sama og Kants en þó virðist hann vilja gefa því víðari merkingu en Kant gerir og líta svo á að réttur í eintölu, „Recht,“ vísi til alls þess sem rétt er í fari og breytni manna eða í skipulagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.