Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 45
HUGUR
Leikreglur og lífsgildi
43
lögmál? Einungis slíkt samþykki myndi tryggja að ríkjandi siðareglur
endurspegluðu sameiginlega hagsmuni manna, en drægju ekki taum
sérhagsmuna. Útlista mætti samræðusiðfræði Habermas útfrá þeirri
hversdagslegu reynslu að ágreiningur rís um þau siðaboð eða reglur
sem almennt er talið að athafnir manna eigi að lúta. Þegar við ræðum
slíkan ágreining vísum við gjarnan í hefðir, ríkjandi reglur eða
sameiginlegt gildismat manna til að verja réttmæti athafnar eða
málstaðar. En þegar þessi viðtekni bakgrunnur athafna okkar er dreg-
inn í efa og sjálft réttmæti viðtekinna siðareglna gert að viðfangsefni
samræðunnar höfum við fyrst réttnefnda siðferðilega rökræðu.14 Að
mati Habermas nær hin siðferðilega rökræða hins vegar einungis til
spurninga er varða almennar leikreglur réttlætis sem allir ættu að geta
sameinazt um.
Habermas telur að slíkt samkomulag geti aldrei náðst um lífsgildi
sem eiga rætur í sögulegum hefðum og eru háð jafnt þjóðlegum sem
einstaklingsbundnum lífsmáta. Svörin við hjftgiWaspumingum verða
menn því að finna í samræðum sem lúta viðmiðum tiltekins félags-
legs lífsforms eða lífsáforms einstaklinga.15 Habermas greinir þannig
skýrt á milli þess sem hann kallar réttnefnda siðferðilega rökræðu um
reglur réttlætis og samræðu um siðferðileg verðmæti sem varðar
fremur sjálfsskilning og lífsmáta einstaklingsins. í slíkri samræðu er
ekki um það að ræða að komast að sanngjörnum niðurstöðum sem
allir geta sætt sig við, heldur er markmiðið að auðvelda einstaklingum
að átta sig á sjálfum sér og finna sína hamingjuleið.
4. Gagnrýni á þœr kenningar: Dygöastefna og samfélagshyggja
Á undanförnum árum hefur borið á töluverðu andófi meðal
heimspekinga gegn þeirri kantísku línu í siðfræðinni sem ég hef verið
að segja frá. Ég hef valið mér hér að nefna stuttlega kjarnann í
tveimur kenningum sem hvað mest hefur borið á. Sú fyrri er dygða-
14 Sbr. Thomas McCarthy, The Critical Theory of Jiirgen Habermas (Cambridge,
Mass.: The MIT Press 1978), s. 310-333.
15 Sama rit, s. 108. Sjá einnig grein Habermas „On the Pragmatic, the Ethical, and
the Moral Employments of Practical Reason,“ Justification and Application. Re-
marks on Discourse Ethics, þýðing C. Cronin (Cambridge, Mass.: The MIT Press
1993), s. 1-17.