Hugur - 01.01.1997, Síða 45

Hugur - 01.01.1997, Síða 45
HUGUR Leikreglur og lífsgildi 43 lögmál? Einungis slíkt samþykki myndi tryggja að ríkjandi siðareglur endurspegluðu sameiginlega hagsmuni manna, en drægju ekki taum sérhagsmuna. Útlista mætti samræðusiðfræði Habermas útfrá þeirri hversdagslegu reynslu að ágreiningur rís um þau siðaboð eða reglur sem almennt er talið að athafnir manna eigi að lúta. Þegar við ræðum slíkan ágreining vísum við gjarnan í hefðir, ríkjandi reglur eða sameiginlegt gildismat manna til að verja réttmæti athafnar eða málstaðar. En þegar þessi viðtekni bakgrunnur athafna okkar er dreg- inn í efa og sjálft réttmæti viðtekinna siðareglna gert að viðfangsefni samræðunnar höfum við fyrst réttnefnda siðferðilega rökræðu.14 Að mati Habermas nær hin siðferðilega rökræða hins vegar einungis til spurninga er varða almennar leikreglur réttlætis sem allir ættu að geta sameinazt um. Habermas telur að slíkt samkomulag geti aldrei náðst um lífsgildi sem eiga rætur í sögulegum hefðum og eru háð jafnt þjóðlegum sem einstaklingsbundnum lífsmáta. Svörin við hjftgiWaspumingum verða menn því að finna í samræðum sem lúta viðmiðum tiltekins félags- legs lífsforms eða lífsáforms einstaklinga.15 Habermas greinir þannig skýrt á milli þess sem hann kallar réttnefnda siðferðilega rökræðu um reglur réttlætis og samræðu um siðferðileg verðmæti sem varðar fremur sjálfsskilning og lífsmáta einstaklingsins. í slíkri samræðu er ekki um það að ræða að komast að sanngjörnum niðurstöðum sem allir geta sætt sig við, heldur er markmiðið að auðvelda einstaklingum að átta sig á sjálfum sér og finna sína hamingjuleið. 4. Gagnrýni á þœr kenningar: Dygöastefna og samfélagshyggja Á undanförnum árum hefur borið á töluverðu andófi meðal heimspekinga gegn þeirri kantísku línu í siðfræðinni sem ég hef verið að segja frá. Ég hef valið mér hér að nefna stuttlega kjarnann í tveimur kenningum sem hvað mest hefur borið á. Sú fyrri er dygða- 14 Sbr. Thomas McCarthy, The Critical Theory of Jiirgen Habermas (Cambridge, Mass.: The MIT Press 1978), s. 310-333. 15 Sama rit, s. 108. Sjá einnig grein Habermas „On the Pragmatic, the Ethical, and the Moral Employments of Practical Reason,“ Justification and Application. Re- marks on Discourse Ethics, þýðing C. Cronin (Cambridge, Mass.: The MIT Press 1993), s. 1-17.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.