Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 128
126
Ritfregnir
HUGUR
Bertrand Russell: Að höndla hamingjuna, þýð. Skúli Pálsson.
Reykjavík: Sóley ehf., 1997. 220 bls.
Allir geta orðið hamingjusamir, segir Bertrand Russell. Hann gagnrýnir
hugsunarhátt nútímans og greinir þau öfl sem vinna gegn hamingjunni. Af
skarpskyggni á mannlegt eðli bendir hann svo á leiðir til að móta hamingjuríkt
líf í tæknisamfélagi. Höfundurinn er meðal merkustu heimspekinga 20. aldar,
snjall rithöfundur og hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1950.
Kristján Kristjánsson: Af tvennu illu. Reykjavík: Mál og menning,
1997.328 bls.
Þetta er safn ritgerða um fjölbreytt efni: siðferði, stjórnmál, heilbrigðismál,
menntun og listir. Höfundur er skeleggur og skorinorður og skrifar til að
hreyfa við lesendum sínum, leikum ekki síður en lærðum. Bókin byggir að
mestu á fræðilegum heimspekigrunni, en höfðar ekki síður til breiðs lesenda-
hóps með áhuga á heimspeki, siðfræði og stjórnmálum.
Adam Smith: Auðlegð þjóðanna, þýð. Þórbergur Þórsson. Reykjavík:
Bókafélagið, 1997.384 bls.
Auðlegð þjóðanna sem fyrst kom út í Lundúnum árið 1776 er eitt áhrifamesta
ritverk allra tíma. Það er margt í senn, skuggsjá átjándu aldar, barátturit fyrir
verslunarfrelsi og heimspekileg hugleiðing um samfélag manna. Það er læsi-
legt rit og fróðlegt, enda er Adam Smith, sem oft hefur verið nefndur faðir
hagfræðinnar, afbragðs rithöfundur.
Vilhjálmur Árnason: Broddflugur. Reykjavík: Háskólaútgáfan -
Siðfræðistofnun, 1997. 350 bls.
Hér er um að ræða greinasafn sem Geir Sigurðsson ritstýrir, en það hefur að
geyma ýmsar greinar, bæði gamlar og nýjar, sem veita okkur innsýn í
þankagang Vilhjálms Árnasonar. Vilhjálmur er að góðu kunnur í bókaheim-
inum og er skemmst að minnast bókar hans Siðfrœði lífs og dauða sem vakti
gríðarlega athygli. Hér blandast saman siðferðilegar ádeilur og samfélags-
gagnrýni í vandaðri bók.
Andri S. Bjömsson, Torfi Sigurðsson og Vigfús Eiríksson (ritstj.): Er vit
í vísindum? Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996. 175 bls.
Ritgerðasafn byggt á samnefndri fyrirlestraröð sem hlaut fádæma góðar undir-
tektir. Höfundar koma úr ólíkum fræðigreinum og fjalla um þessa áleitnu